- Auglýsing -
- Finnur Ingi Stefánsson leikmaður Vals varð 34 ára gamall á föstudaginn. Hann hélt upp á daginn með því að fagna Íslandsmeistaratitli með félögum sínum í Val um kvöldið. Einnig sungu samherjar Finns Inga afmælisönginn fyrir hann við verðlaunaafhendinguna.
- Önnur sterk hollenska handknattleikskona hefur orðið að draga sig út úr landsliðshóp fyrir Ólympíuleikana. Í gær greindi Delaila Amega frá því að vegna hnémeiðsla fari hún ekki með hollenska landsliðinu á leikana. Hún glímir nú við þriðji hnémeiðslin á einu ári. Fyrr í vikunni varð leikstjórnandinn Estvana Polman að draga sig í hlé.
- Christian Prokop fyrrverandi landsliðsþjálfari Þjóðverja í handknattleik karla er orðaður við þjálfarastarfið hjá Hannover-Burgdorf. Carlos Ortega sem nú gegnir starfinu er á leið til Barcelona. Prokop er enn á launum hjá þýska handknattleikssambandinu og þarf að ná samkomulagi um slit á honum ef til kastanna kemur.
- Portúgalski landsliðsmaðurinn Antonio Areia hefur framlengt samning sinn við Porto til ársins 2023.
- Sótti tónleika til að heiðra minningu látins vinar
- EM19-’25: Leikjadagskrá, riðlakeppni, úrslit og staðan
- Titilvörnin hefst á Selfossi – leikið til 15. nóvember
- Fer frá Haukum og gengur til liðs við Víking
- Meistararnir fá FH í heimsókn í fyrstu umferð – riðið á vaðið í Garðabæ
- Auglýsing -