- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Gísli, Donni, Grétar, Sveinn, Daníel, Ristovski, Obrvan

Gísli Þorgeir Kristjánsson leikmaður Magdeburg verður frá keppni út tímabilið vegna meiðsla. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Gísli Þorgeir Kristjánsson hafnaði í öðru sæti í kjöri á leikmanni októbermánaðar í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Hann hlaut um 19% atkvæða. Domenico Ebner, markvörður Hannover-Burgdorf, hreppti hnossið með ríflega 71% atkvæða. 
  • Kristján Örn Kristjánsson, Donni, átti tvær skottilraunir á mark Montpellier í gærkvöld og skoraði í bæði skiptin þegar lið hans PAUC tapaði fyrir Montpellier á heimavelli í grannaslag liðanna, 31:29, í frönsku 1. deildinni í handknattleik. 
  • Romain Lagarde skoraði átta mörk fyrir PAUC en hornamaðurinn Hugo Descat skoraði 10 mörk fyrir gestina. PAUC er í fimmta sæti deildarinnar með 10 stig eftir átta leiki. Montpellier er efst með 14 stig. PSG og Nantes eru tveimur stigum á eftir og eiga leik til góða á Montpellier 
  • Grétar Ari Guðjónsson varði 10 skot, 37%, í þriggja marka tapi Sélestat á heimavelli fyrir Nimes, 25:28. Nýliðar Sélestat er stiglausir enn sem komið eftir átta leiki. 
  • Darri Aronsson er enn fjarverandi vegna ristarbrots og var þar af leiðandi ekki með Ivry í gærkvöld í jafnteflisleik við Dunkerque á heimavelli, 30:30, í frönsku 1. deildinni. Ivry er í 12. sæti af 16 liðum með fimm stig eftir átta leiki og geta vel við unað enn sem komið er. 
  • Sveinn Jóhannsson var í sigurliði Skjern á Lemvig, 29:22, á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Hann skoraði ekki en lét til sín taka í vörninni með þeim afleiðingum að verða einu sinni að sitja af sér tveggja mínútna refsingu. Skjern situr í þriðja sæti með 14 stig eftir 10 leiki. 
  • Daníel Freyr Andrésson stóð hluta leiksins í marki Lemvig og varði fimm skot, 25%. Færeyingurinn Vilhelm Poulsen, fyrrverandi leikmaður Fram, skoraði tvö mörk en átti fimm púðurskot. Lemvig er í 12. sæti af 14 liðum með fjögur stig. 
  • Borko Ristovski landsliðsmarkvörður Norður Makedóníu leikur með þýska liðinu Lemgo til ársloka eftir að leigusamningur var gerður á milli Lemgo og Vardar Skopje í gær. Ristovski  hleypur í skarðið fyrir Urh Kastelic sem verður fjarri góðu gamni vegna meiðsla fram á nýtt ár. 
  • Ivica Obrvan, sem þjálfað hefur króatísku meistarana PPD Zagreb, var gert að taka hatt sinn og staf í gær. Slakur árangur PPD Zagreb í Meistaradeild Evrópu á leiktíðinni er sögð vera ástæða uppsagnarinnar en liðið hefur þrjú stig eftir sex leiki. Síðast tapaði liðið fyrir Dinamo Búkarest á miðvikudagskvöldið, 29:28, eftir að hafa verið með yfirhöndina allan leikinn nema þegar upp var staðið. Annars hefur verið mikið los á þjálfaramálum PPD Zagreb á síðustu árum og á annan tug þjálfara verið hjá liðinu á síðustu sjö árum. Obrvan var þó í starfi í 18 mánuði sem þykir langur starfsferill miðað við flesta forverana. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -