- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Gísli, Ómar, Portner, Sagosen, Ekberg, Wislander, Wanne

Nikola Portner leikur með SC Magdeburg frá og með næsta keppnistímabili. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Þýska handknattleiksliðið SC Magdeburg sem Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon leika með, hefur samið við svissneska landsliðsmarkvörðinn Nikola Portner. Hann kemur til félagsins næsta sumar og leysir af Danann Jannick Green sem flytur til Parísar. Portner, sem er 27 ára gamall, stendur nú á milli stanganna í marki Chambéry í Frakklandi. Hann var m.a. í sigurliði Montpellier í Meistaradeild Evrópu vorið 2018 en hefur einnig leikið með Kadetten Schaffhausen í Sviss
  • Sander Sagosen hefur síðustu vikur verið orðaður við norska liðið Kolstad en forráðamenn þess hafa uppi háleit markmið um að koma á fót stjörnuliði sem á að gera staðist fremstu liðum Evrópu snúing. Síðast í gær var fullyrt á síðunni, handball.leaks á Instagram að Sagosen gangi til liðs við Kiel sumarið 2023 þegar samningur hans við Kiel rennur út. Umboðsmaður Sagosen, Arnar Theodórsson, sagði við VG í Noregi á dögunum að Sagosen muni ákveða eitthvað um framhaldið á fyrri hluta næsta árs. 
  • Þess má geta að handball.leaks hefur oftar hitt naglann á höfuðið. Síðan greindi m.a. fyrst frá brotthvarfi Guðmundar Þórðar Guðmundssonar frá MT Melsungen á dögunum. 
  • Sænski landsliðsmaðurinn Niclas Ekberg varð á sunnudaginn markahæsti leikmaður THW Kiel í þýsku 1. deildinni frá upphafi. Hann hefur nú skorað 1.335 mörk og skaut þar með landa sínum, goðsögninni Magnus Wislander, niður í annað sætið. Wislander skoraði 1.332 mörk fyrir Kiel í þýsku 1. deildinni á ferli sínum. 
  • Landi Ekberg og Wislander, Hampus Wanne, rauf 1.000 marka múrinn fyrir Flensburg þegar hann skoraði 13 mörk, þar af níu úr vítaköstum, í stórsigri á Lübbecke, 34:17, á laugardaginn. Wanne var með fullkomna nýtingu í vítaköstum í leiknum.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -