- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Gorr, Tumi Steinn, niðurskurður í Barcelona, Hossam, Cehte

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Jan Gorr heldur áfram þjálfun þýska handknattleiksliðsins HSC 2000 Coburg sem Tumi Steinn Rúnarsson leikur með. Gorr verður einnig áfram framkvæmdastjóri liðsins. Gorr tók við þjálfun Coburg síðla í mars þegar Brian Ankersen axlaði sín skinn. Þótti Gorr vinna gott starf sem þjálfari á síðustu vikum deildarkeppninnar og færði eitt og annað til betri vegar. Tumi Steinn á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið sem hann gekk til liðs við snemma árs 2022 frá Val
  • Talsverður niðurskurður stendur fyrir dyrum hjá handknattleiksliði Barcelona vegna mikilla skulda móðurfélagsins sem að mestu eru komnar til vegna knattspyrnuliðsins sem eytt hefur langt umfram efni árum saman. Flest bendir til þess að spænski landsliðsmarkvörðurinn Gonzalo Perez de Vargas yfirgefi Barcelona í síðasta lagi eftir ár. THW Kiel hefur borið víurnar í markvörðinn og forráðmenn Barcelona staðfestu það í gær. 
  • Luka Cindric kveður Barcelona í sumar þótt hann eigi eftir ár af samningi sínum. Cindric er of þungur á fóðrum eins og staðan er um þessar mundir. Ludovic Fabregas er á leiðinni til Veszprém í Ungverjalandi. Viðlíka leikmaður er ekki væntanlegur til Barcelona í stað Frakkans. Reiknað er með fleiri breytingum á næstu mánuðum og ári. 
  • Ahmed Hossam, einn besti leikmaður landsliðs Egyptalands, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, sem nú tekur þátt í heimsmeistaramótinu í Grikklandi, er meiddur og tekur ekki þátt í fleiri leikjum á mótinu. Afríkumeistarar Egypta verða andstæðingar íslenska landsliðsins í milliriðlakeppni heimsmeistaramótsins, annað hvort á sunnudaginn eða á mánudaginn. 
  • Slóvenski landsliðsmaðurinn Nejc Cehte hefur yfirgefið dönsku meistarana GOG og gengið til liðs við Eurofarm Pelister, meistaraliðs Norður Makedóníu. Cehte var í eitt ár hjá GOG og varð einnig bikarmeistari í Danmörku á þessu ári.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -