- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Gottfridsson, Alfreð, Lazarov, Mirkulovski, Stoilov, Esbjerg, Odense

Sænski landsliðsmaðurinn Jim Gottfridsson var valinn handknattleiksmaður ársins 2022. Mynd/EPA
  • Sænski handknattleiksmaðurinn Jim Gottfridsson segir í samtali við Aftonbladet í föðurlandinu að þrjú félög hafi lýst yfir vilja til þess að kaupa hann undan samningi við Flensburg. Svíinn er með samning við þýska liðið fram til ársins 2025. Eitt þessara liða mun vera Barcelona, eftir því sem greint er frá. 
  • Uppselt varð í gær á síðari leik Færeyinga og Þjóðverja í umspili fyrir heimsmeistaramótið í handknattleik. Viðureignin fer fram í Höllinni á Hálsi í Þórshöfn síðdegis í dag. Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í þýska landsliðinu mæta til leiks með átta marka forskot eftir fyrri viðureignina sem fram fór í Kiel á miðvikudaginn, 34:26.
  • Kiril Lazarov, Filip Mirkulovski og Stole Stoilov leika sína síðustu landsleiki fyrir Norður Makedóníu í dag þegar þeir mæta Tékkum í síðari umspilsleiknum um þátttökurétt á HM á næsta ári. Leikurinn fer fram í hinni glæsilegu Boris Trajkovski-íþróttahöll í Skopje. Lazarov er jafnframt þjálfari landsliðs Norður-Makedóníu. Þremenningarnir hafa verið kjölfestan í sterku landsliði Norður Makedóníu um langt árabil.  Jafntefli varð í fyrri viðureign Tékka og Norður Makedóníu, 24:24. 
  • Team Esbjerg og Odense Håndbold eru örugg um sæti í undanúrslitum um danska meistaratitilinn í handknattleik kvenna þótt enn sé nokkuð eftir af leikjum átta liða úrslitanna sem leikin eru í tveimur fjögurra liða riðlum.  
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -