- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Grétar Ari, Arnór, Viktor, Orri, Óskar, Axel, frestað, sneru við heim

Grétar Ari Guðjónsson, markvörður Sélestat í Frakklandi. Mynd/Ívar
- Auglýsing -
  • Grétar Ari Guðjónsson og samherjar í franska liðinu Nice komust upp í sjötta sæti 2. deildar í gærkvöld með naumum og sætum sigri á Strasbourg, 24:23, á útivelli. Grétar Ari varði níu skot í marki Nice, 30%, þann tíma sem hann stóð á milli stanganna. 
  • Danska meistaraliðið Aalborg Håndbold, þar sem Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari, vann í Nordsjælland, 32:25, á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik og heldur þar með áfram veru sinni í öðru sæti deildarinnar. Sænski markvörðurinn Mikael Aggerfors átti stórleik í marki meistaranna og var með 43% markvörslu. 
  • GOG vann Bjerringbro/Silkeborg með eins marks mun, 30:29, á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í gær. Viktor Gísli kom við sögu í skamman tíma í marki GOG og varði ekki skot þá stund sem hann fékk að spreyta sig. GOG er efst sem fyrr með 39 stig eftir 20 leiki og er sex stigum og einum leik á undan Aalborg Håndbold.
  • Orri Freyr Þorkelsson skoraði sex mörk úr átta skotum þegar Elverum vann Fjellhammer, 37:19, í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik á heimavelli í gærkvöld. Þetta var nítjándi sigur Elverum í deildinni á keppnistímabilinu og er liðið eins og áður lang efst. 
  • Óskar Ólafsson skoraði eitt mark fyrir Drammen og Viktor Petersen Nordberg þrjú þegar lið þeirra vann stórsigur á rússneska liðinu Krasnodar, 37:23, í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla í Drammen í gær. 
  • Axel Stefánsson og lið hans, Storhamar, vann Magura frá Rúmeníu með miklum mun, 35:18, í C-riðli Evrópudeildar kvenna í handknattleik í Noregi í gær. Storhamar er í öðru sæti riðilsins með fjögur stig eftir fimm leiki. Danska liðið Herning-Ikast er efst með 10 stig. 
  • Leik Lemgo, sem Bjarki Már Elísson leikur með, gegn Stuttgart sem til stóð að færi fram í þýsku 1.deildinni í dag hefur verið frestað vegna kórónuveirusmita í herbúðum Stuttgart. M.a. er báðir markverðir liðsins með veiruna. Viggó Kristjánsson og Andri Már Rúnarsson leika með Stuttgart.
  • Færeyska handknattleiksliðinu H71 var snúið heim í gær en það var á leið til Úkraínu þar sem það átti að leika við HC Galychanka Lviv í dag í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik kvenna. Lið H71 lagði af stað á föstudaginn og millilenti og gisti eina nótt í Póllandi. En í stað þess að halda áfram til Lviv í gær var farið til heim til Færeyja. Ástæðan er yfirvofandi innrás rússneska hersins í Úkraínu.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -