- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Guðmundur, Teitur, Elvar, Arnar, Arnór, Rúnar, Gunnar, Bjarki, Horgen

Guðmundur Þórður Guðmundsson þjálfari Fredericia Håndboldklub. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Guðmundur Þórður Guðmundsson og leikmenn hans í danska úrvalsdeildarliðinu Fredericia Håndboldklub eru aldeilis að gera það gott í úrslitakeppninni um danska meistaratitilinn í handknattleik. Í gærkvöld vann Fredericia Håndboldklub þriðja leikinn sinn í keppninni þegar liðið lagði Bjerringbro/Silkeborg, 34:27, á heimavelli í fjórðu umferð riðlakeppninnar.
  • Fredericia Håndboldklub er á barmi þess að komast í undanúrslit. Liðið er í öðru sæti annars fjögurra liða riðilsins þegar tvær umferðir eru eftir, þremur stigum á undan Bjerringbro/Silkeborg og stigi á eftir GOG sem er efst. Fredericia Håndboldklub mætir GOG í næstu umferð. 
  • Teitur Örn Einarsson var veikur í gær og var þar af leiðandi ekki í leikmannahópi Flensburg í stórsigri á MT Melsungen í Flens-Arena í Flensburg, 37:25. Leikurinn var liður í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 28. umferð. Þetta var fyrsti leikur Flensburg eftir að þjálfaranum Maik Machulla var vikið úr starfi.  Elvar Örn Jónsson skoraði sex mörk fyrir Melsungen og Arnar Freyr Arnarsson tvö. 
  • Flensburg er í fjórða sæti þýsku 1. deildarinnar með 41 stig og er fjórum stigum á eftir THW Kiel sem er í efsta sæti. MT Melsungen situr í 11. sæti. 
  • Vonir standa til þess að Teitur Örn verði klár í slaginn með Flensburg í heimsókn til Füchse Berlin á sunnudaginn.
  • Arnór Þór Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Bergischer í fjögurra marka sigri á heimavelli á Leipzig, 32:28, í þýsku 1. deildinni í gær. Rúnar Sigtryggsson er þjálfari Leipzig. Viggó Kristjánsson leikmaður liðsins er fjarverandi vegna meiðsla. Segja má botninn hafi dottið úr leik liðsins eftir að Viggó meiddist. 
  • Bergischer HC er í áttunda sæti og getur vel við unað eins um þessar mundir en liðið á sex leiki eftir. Leipzig er fallið niður í 12. sæti eftir að hafa verið í 7. sæti um skeið. 
  • Handknattleiksdómararnir Gunnar Óli Gústafsson og Bjarki Bóasson fengu silfurmerki Fram á 115 ára afmæli félagsins, 1. maí. Þeir heldur upp á það með því að dæma viðureign Víkings og Fjölnis í umspili Olísdeildar karla í íþróttahúsinu í Safamýri sem lengi var heimavöllur Fram en er nú heimavöllur Víkings. 
  • Flensburg hefur samið við norska hægri hornamanninn Aksel Horgen. Hann kemur til félagsins í sumar frá Bjerringbro/Silkeborg og verður Johan á Plógv Hansen til halds og trausts á næstu leiktíð. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -