- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Hannes, Linz, Axel, Grétar, Natasja, Turið, Sylla

Hannes Jón Jónsson, þjálfari Alpla Hard í Austurríki. Mynd/Alexandra Köß
- Auglýsing -
  • Alpla Hard, liðið sem Hannes Jón Jónsson þjálfar, tapaði fyrir Krems, 31:30, í annarri viðureign liðanna í undanúrslitum austurrísku 1. deildarinnar í handknattleik í gær. Staðan er þar með jöfn, hvort lið hefur einn vinning. Næsta viðureign fer fram í Bregenz á föstudaginn. 
  • Linz hefur þegar unnið hina rimmu undanúrslitanna. Linz, sem hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar, lagði Aon Fivers í tvígang og þess vegna þarf ekki frekar vitna við hvort liðið leikur til úrslita um austurríska meistaratitilinn.
  • Vipers Kristiansand vann Storhamar, 37:33, í fyrsta úrslitaleik liðanna um norska meistaratitilinn í handknattleik kvenna í gærkvöld. Axel Stefánsson er annar þjálfara Storhamar. Liðin mætast á ný í Hamar á föstudaginn. 
  • Grétar Ari Guðjónsson kom lítið við sögu þegar lið hans, Sélestat, vann Cherbourg, 30:26, á útivelli í umspili frönsku 2. deildarinnar í handknattleik í gærkvöld. Grétar Ari stóð í marki liðsins í 11 mínútur og varð ekki skot ef marka má tölfræðina. Liðin eigast við á nýjan leik í Sélestat á föstudaginn. Sigurliðið mætir Tremblay í úrslitum umspilsins. 
  • Natasja Hammer sem lék með handknattleiksliði Hauka í þrjú ár var valin í úrvalslið færeysku úrvalsdeildarinnar á lokahófi færeyska handknattleikssambandsins um liðna helgi. Natasja, kvaddi Hauka fyrir ári og gekk til liðs við StÍF í Skálum, gerði það gott sem leikstjórnandi liðsins í vetur. 
  • Turið Arge Samuelsen var leikmaður með Haukum fyrir nokkrum árum, en hætti skyndilega í nokkrum styttingi, var valin leikmaður ársins í færeysku deildinni. Hún var einnig markadrottning úrvalsdeildar og sóknarkona tímabilsins eins og í fyrra. 
  • Franski handknattleiksþjálfarinn Yérime Sylla hættir á næstunni bæði sem þjálfari Nancy í frönsku 2. deildinni og í starfi landsliðsþjálfara Belgíu í karlaflokki. Sylla hefur þjálfað Nancy í tvö ár. Hann hefur hinsvegar verið með belgíska landsliðið í þrjú ár. Reyndar er Sylla að kveðja landsliðið í þriðja sinn. Sylla, sem er 55 ára, var þjálfari belgíska landsliðsins frá 2011 til 2014 og á ný frá 2016 til 2018. Þráðinn tók hann upp fyrir þremur árum en telur sig nú vera kominn á endastöð.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -