- Markvörðurinn Hildur Öder Einarsdóttir hefur framlengt samningnum sínum við handknattleiksdeild ÍR. Hildur kom til liðsins í desember og tók þátt í 10 leikjum með ÍR í Grill66-deildinni. Hildur er uppalin á Selfossi en lék með Stjörnunni í Garðabæ áður en leiðin lá í Breiðholtið.
- Gyða Kristín Ásgeirsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við handknattleiksdeild FH. Gyða Kristín, sem er á 16. aldursári, er örvhentur hornamaður sem hefur verið viðloðandi yngri landslið Íslands undanfarin misseri, segir m.a. í tilkynningu handknattleiksdeildar FH í gær.
- Hægri hornamaðurinn Aron Breki Oddnýjarson skrifaði á dögunum undir nýjan tveggja ára samning við Fjölni og leikur þar með áfram með liðinu í Grill66-deild karla á komandi leiktíð undir stjórn Sverris Eyjólfssonar.
- Tomas Axnér, þjálfari sænska kvennalandsliðsins, hefur tekið við stjórn U18 ára landsliðs kvenna sem nú tekur þátt í heimsmeistaramótinu í Skopje í Norður Makedóníu. Sá sem þjálfað hefur liðið varð eftir í Danmörku í gær eftir að hafa slegið fram í gamni þegar handfarangur hans var skoðaður við eftirlit á Kastrup að hann væri með sprengju í töskunni.
- Axnér verður þar með við hliðarlínuna í dag þegar sænska landsliðið mætir íslenska landsliðinu í upphafsleik liðanna á heimsmeistaramótinu. Sænska handknattleikssambandið sendi frá sér tilkynningu um að Axnér taki við stjórninni eftir axarskaft þjálfara U18 ára landsliðsins á Kastrup sem m.a. kostaði að hluta flugstöðvarinnar var skýringalaust lokað um skeið með tilheyrandi röskun á flugsamgöngum.
- Auglýsing -