- Danski landsliðsmaðurinn Jacob Holm hefur kvatt Füchse Berlin eftir fimm ára veru og gengið til liðs við franska meistaraliðið Paris Saint-Germain. Samningur Holm við PSG er til þriggja ára.
- Fréttavefurinn RT Handball hélt því fram í gær að forráðamenn sænska handknattleiksliðsis Pick Szeged ætli að tryggja sér starfskrafta Andreas Palicka markvarðar Evrópumeistara Svíþjóðar og PSG í Frakklandi, þegar samningur hans við frönsku meistarana rennur út eftir ár. Sumarið 2024 tekur Svíinn Michael Apelgren tekur við þjálfun Pick Szeged. Palicka á að taka við af Roland Mikler sem verður með lausan samning að ári liðni.
- Línumaðurinn Vladimir Vranjes hefur ákveðið að söðla um og hefur samið við Wetzlar í Þýskalandi. Hann hefur að undanförnu leikið með Benfica í Portúgal og var m.a. í sigurliði félagsins í Evrópudeildinni vorið 2022.
- Norski markvörðurinn Robin Haug hefur samið við HSV Hamburg í Þýskalandi. Haug hefur undanfarin ár leikið með Skjern í Danmörku.
- Auglýsing -