- Heimsmeistaramót 21 árs landsliða karla í handknattleik sem lýkur í Þýskalandi á morgun er það fyrsta í flokki yngri landsliða á vegum Alþjóða handknattleikssambandsins þar sem dómarar geta stuðst við myndbandsupptökur séu þeir í vafa um í hvorn fótinn þeir eigi að stíga. Reiknað er með tæknin verði nýtt á öllum yngri mótum landsliða framvegis.
- Daníel Karl Gunnarsson hefur samið við Stjörnuna. Hann kemur til félagsins frá Selfossi.
- Danski markvörðurinn Mike Jensen sem leikið hefur með SC Magdeburg undanfarin ár hefur gengið til liðs við Benfica og verður þar með samherji Stivens Tobar Valencia á næstu leiktíð. Jensen lék stórt hlutverk í úrslitaleikjum Meistaradeildar Evrópu fyrir hálfum mánuði, ekki síst í vítakakeppninni við Barcelona í undanúrslitum.
- Kúba varð í fyrradag meistari Mið-Ameríkuríkja og Karabíahafseyja í handknattleik kvenna sem fram fór í Managva, höfuðborg Níkaragva. Kúba vann Púertó Ríkó í framlengdum úrslitaleik, 29:28. Dóminíkanska lýðveldið lagði Mexíkó í leiknum um bronsið, 29:27. Einnig tóku landslið El Salvador, Kosta Ríka, Kólumbíu og Níkaragva þátt í mótinu.
- Auglýsing -