- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Igor á EM, Tryggvi, leika til úrslita á Spáni, Óðinn Þór

Igor Kopyshynskyi og félagar í úkraínska landsliðinu á EM í strandhandbolta. Igor er annar f.v. í fremstu röð. Mynd/Facebook
- Auglýsing -
  • Igor Kopyshynskyi handknattleiksmaður bikarmeistara Aftureldingar er í Nazaré í Portúgal þar sem hann leikur með úkraínska landsliðinu á Evrópumótinu í strandhandbolta. Afar vel hefur gengið hjá Igor og félögum. Þeir eru komnir í milliriðlakeppni mótsins eftir tvo sigurleiki í riðlakeppni mótsins í gær, 2:0 (22:20, 25:24) í hrinum talið gegn Grikkjum og 2:1 (18:24, 19:16, 11:10) á móti Svíum. Igor var markahæstur leikmanna úkraínska liðsins í báðum leikjum.
  • Síðasti leikur riðlakeppninni verður í dag. Þá mæta Igor og félagar spænska landsliðinu sem einnig er taplaust. Sextán landslið taka þátt í Evrópumótinu í strandhandbolta í karlaflokki sem lýkur á sunnudaginn.
  • Tryggvi Þórisson og samherjar í IK Sävehof mæta IFK Kristianstad í þriðja sinn í úrslitum um sænska meistaratitilinn í handknattleik í Kristianstad í kvöld. Staðan er jöfn í rimmu liðanna. Sävehof vann í Kristianstad, 34:28, á föstudaginn en tapaði á heimavelli á mánudaginn, 45:44, eftir tvær framlengingar.
  • BM Elche, sem vann Val í í Evrópubikarkeppni kvenna í haust og KA/Þór árið áður, leikur til úrslita um spænska meistaratitilinn í handknattleik gegn Málaga. Rimma liðanna hefst í kvöld. Málagaliðið vann ÍBV í átta liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar snemma árs í fyrra. Málaga hafnaði í öðru sæti í deildinni en BM Elche í fjórða sæti.
  • Óðinn Þór Ríkharðsson leikmaður Kadetten Schaffhausen er markahæstur í Evrópudeildinni í handknattleik með 110 mörk. Leikið verður til úrslita í keppninni í Flensburg um helgina. Óðinn Þór verður ekki þar á meðal þar sem lið hans er fallið úr leik í keppninni. Hinsvegar er ekki útilokað að Óðinn Þór verði markakóngur keppninnar vegna þess að næstu menn á eftir honum er einnig úr leik. Füchse Berlin, Göppingen, Montpellier og Granollers leika til úrslita í keppninni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -