- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Íslendingar á sigurbraut, tap í Danmörku, Polman og Ekberg og enginn handbolti

Teitur Örn Einarsson, leikur ekki fleiri leiki fyrir IFK Kristianstad. Ljósmynd/IFK Kristianstad
- Auglýsing -
  • Teitur Örn Einarsson var næst markahæstur hjá IFK Kristianstad í gær með sjö mörk í ellefu skotum þegar liðið vann Redbergslid, 32:29, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði tvö mörk fyrir Kristianstad sem er í sjötta sæti deildarinnar með 30 stig eftir 26 leiki. 
  • Aron Dagur Pálsson skoraði fjögur mörk í sex tilraunum í gær þegar lið hans Alingsås vann Ystads IF, 33:27, á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Alingsås er í fjórða sæti deildarinnar með 34 stig eftir 26 leiki og á tvo leiki eftir óleikna í deildarkeppninni. 
  • Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði 8 skot, var með 25% markvörslu, þegar lið hennar, Vendsyssel, tapaði fyrir Danmerkurmeisturum Team Esbjerg, 39:22, í Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik gær. Steinunn Hansdóttir, sem einnig leikur með Vendsyssel, skoraði fjögur mörk í fimm skotum. Vendsyssel er sem fyrr neðst í deildinni með þrjú stig. Esbjerg er hinsvegar í efsta sæti. 
  • Hollenska handknattleikskonan Estavana Polman æfði í fyrsta sinn af fullum krafti með samherjum sínum í danska meistaraliðinu á föstudaginn. Polman sleit krossband í ágúst. Hún gerir sér vonir að vera með með Esbjerg í úrslitakeppninni um danska meistaratitilin, hugsanlega fyrr. 
  • Sænski hornamaðurinn Niclas Ekberg hefur skrifað undir nýjan samning við Evrópumeistarar THW Kiel. Samningurinn gildir fram á mitt næsta ár. Ekberg hefur verið í herbúðum Kiel frá árinu 2012.
  • Talið er líklegt að ekki verði leikinn aftur handknattleik í tveimur efstu deildum karla og kvenna í Noregi fyrr en í byrjun apríl. Keppni var stöðvuð upp úr miðjum janúar vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Á dögunum var tilkynnt að þráðurinn yrði ekki tekinn upp í byrjun mars. Eftir því sem fregnir herma frá Noregi er allt útlit fyrir að mars líði hjá án kappleikja í tveimur efstu deildunum. Illa gengur að hemja kórónuveiruna í Noregi. Keppni í neðri deildum hefur legið niðri í allan vetur. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -