- Auglýsing -
- Janus Daði Smárason skoraði fimm mörk fyrir norska liðið Kolstad þegar það tapaði fyrir Danmerkurmeisturum GOG, 35:31, í æfingaleik á heimavelli í gær að viðstöddum á annað þúsund áhorfendum. Sigvaldi Björn Guðjónsson lék ekki með Kolstad eftir því sem næst verður komist. Hann og Janus Daði gengu til liðs við Þrándheimsliðið í sumar.
- Færeyingar mæta Spánverjum á morgun í krossspili um réttinn til þess að leika um 17. sætið á HM U18 ára landsliða kvenna í Skopje. Í hinni viðureigninni eigast við Svartfjallaland og Slóvenía. Færeyska landsliðið hefur staðið sig afar vel á HM en það er taka þátt í fyrsta sinn þátt í lokakeppni HM í þessum aldursflokki. Liðið vann til að mynda báða andstæðinga sína í milliriðlakeppninni sem lauk í gær.
- Frakkar leika ekki í átta liða úrslitum á Evrópumóti karla, 18 ára og yngri, í Podgorica í Svartfjallalandi. Verður þetta í fyrsta sinn í 12 ár sem franskt landslið nær ekki inn í átta liða úrslit á stórmóti í þessum aldursflokki.
- Danski handknattleiksmaðurinn Andreas Holst söðlaði um í gær og kvaddi Aalborg Håndbold eftir fimm ára veru og samdi við Montpellier í Frakklandi.
- Svíinn Jonas Källman hefur samið við Evrópumeistara Benfica til eins árs til viðbótar. Källman er 41 árs og lék lengi með Pick Szeged. Hann færði sig yfir til Lissabon fyrir rúmu ári og virðist líka lífið þar í borg.
- Auglýsing -