- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Janus Daði, Viktor Gísli, Aron, Arnór, Sandra, Steinunn, Andrea, Hannes Jón

Janus Daði Smárason leikmaður íslenska landsliðsins og norska liðsins Kolstad. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
  • Janus Daði Smárason og samherjar í Göppingen unnu Leipzig með eins marks mun, 29:28, á heimavelli í gærkvöld í eina leik þýsku 1. deildarinnar í handknattleik. Janus Daði skoraði tvö mörk í leiknum og átti fimm stoðsendingar. Þýski landsliðsmaðurinn Marcel Schiller fór á kostum og skoraði 10 mörk fyrir Göppingen sem situr í sjöunda sæti deildarinnar með 25 stig, 17 stigum á eftir SC Magdeburg sem er trónir á toppnum sem fyrr.
  • Viktor Gísli Hallgrímsson stóð allan leikinn í marki GOG í gær þegar liðið lagði bikarmeistara Mors-Thy, 31:29, á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Viktor Gísli varði 11 skot, 28%. Þegar þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni er GOG efst með 46 stig að loknum 25 leikjum. Aalborg er fimm stigum á eftir í öðru sæti.
  • Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk og átti fimm stoðsendingar fyrir Aalborg Håndbold þegar liðið vann stórsigur á Skanderborg Århus, 38:26, í dönsku úrvalsdeildinni á heimavelli í gær. Arnór Atlason var að vanda á hliðarlínunni hjá dönsku meisturunum en hann er aðstoðarþjálfari liðsins.
  • Sandra Erlingsdóttir skoraði tvö mörk, annað úr vítakasti, þegar lið hennar EH Aalborg tapaði á heimavelli fyrir Roskilde Håndbold í Álaborg í gær, 25:20. Möguleikar EH Alaborg á að komast í umspil um sæti í efstu deild á næsta keppnistímabili dofnuðu með þessu tapi.
  • Steinunn Hansdóttir skoraði eitt mark þegar lið hennar Skanderborg Håndbold tapaði með þriggja marka mun fyrir Horsens í úrvalsdeildinni í Danmörku í gær. Skanderborgliðið er í þriðja neðsta sæti með 13 stig þegar þrjár umferðir eru eftir. Liðið er stigi á undan Elínu Jónu Þorsteinsdóttur og samherjum hennar í Ringköbing.
  • Andrea Jacobsen var markahæst hjá Kristianstad þegar liðið tapaði því miður enn einum leiknum í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik, að þessu sinni fyrir Kungälvs HK, 32:23. Andrea skoraði sex mörk og átti tvær stoðsendingar. Kristianstad er í 10. sæti af 12 liðum en Heid og Karra sem eru í tveimur neðstu sætunum nokkuð á eftir.
  • Austurríska meistaraliðið Alpla Hard, sem Hannes Jón Jónsson þjálfar, vann Linz á útivelli, 29:27, í austurrísku 1. deildinni í gær. Hard og Krems eru efst í deildinni með 31 stig hvort en Krems hefur leikið einum leik oftar.
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -