- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Karabatic, Stenmalm, Meister, Drux, Wiede, M´Bengue, Lauge, Kronborg

Nikola Karabatic er með allra sigursælustu og fremstu handknattleiksmönnum sögunnar. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Franski handknattleiksmaðurinn Nikola Karabatic hefur skrifað undir nýjan samning við franska meistaraliðið PSG um að leika með liði félagsins fram á mitt árið 2023. Karabatic sem er einn sigursælasti handknattleiksmaður sögunnar hefur verið í herbúðum PSG í sex ár. Hann er 37 ára gamall. 
  • Sænski handknattleiksmaðurinn efnilegi, Elliot Stenmalm, gengur til liðs við Vive Kielce á næsta sumri, ári fyrr en upphaflega stóð til. Stenmalm er einn efnilegasti handknattleiksmaður Norðurlanda og er skytta góð. Stenmalm er frá Gautaborg og leikur nú með uppeldisfélagi sínu, Redbergslid
  • Lucas Meister línumaður GWD Minden og svissneska landsliðsins í handknattleik hefur samið við SC Magdeburg. Meistar kemur til félagsins næsta sumar og á að fylla skarðið sem Magnus Gullerud skilur eftir sig þegar hann flytur til Þrándheims og verður leikmaður Kolstad.
  • Þýski landsliðsmaðurinn Paul Drux leikur ekki með Füchse Berlin á næstunni vegna meiðsla í hné. Hann fór í aðgerð á dögunum og verður frá um tíma. Drux varð af þessum sökum að draga sig út úr þýska landsliðinu sem kom saman í gær. Samherji Drux, Fabian Wiede, heltist úr lestinn á sunnudaginn er hann meiddist í leik við Lemgo. Í hans stað kallaði Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari Þjóðverja á Djibril M´Bengue leikmann Porto.
  • Það á ekki af danska landsliðsmanninum Rasmus Lauge að ganga. Hann er nýlega byrjaður að leika með Veszprém aftur eftir árs fjarveru eftir að hafa slitið krossband. Lauge meiddist aftur á hné í leik gegn Dinamo Búkarest á fimmtudagskvöld og verður frá keppni í fjórar til fimm vikur af þeim sökum. Lauge verður þar af leiðandi ekki með danska landsliðinu á móti Noregi í vikunni eins og til stóð. 
  • Henrik Kronborg aðstoðarþjálfari danska karlalandsliðsins er sterklega orðaður við þjálfarastarfið hjá Skjern en það losnar eftir þetta tímabil. Kronborg þekkir vel til hjá Skjern en hann þjálfari lið félagsins frá 2015 til 2019 ásamt Ole Nørgaard. Tandri Már Konráðsson og Björgvin Páll Gústavsson léku m.a. undir stjórn Kronborg hjá Skjern. Þegar Kronborg hætti tók Patrekur Jóhannesson. Hann staldraði stutt við og sagði starfinu lausu snemma árs 2020. Þá var Claus Hansen ráðinn þjálfari. Hansen ætlar að hætt í vor og einbeita sér að þjálfun barna og unglinga sem lengst af hefur verið hans aðalstarf.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -