- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Kórónan, meiðsli, dómarar og flutningar

Jorge Maqueda verður samherji Viktors Gísla Hallgrímssonar hjá Nantes á næsta tímabili. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Þrír leikmenn Veszprém eru og verða heima hjá sér næstu daga vegna þess að þeir eru allir smitaðir af kórónuveirunni eftir að hafa spilað landsleiki á síðustu viku. Um er að ræða Spánverjann Jorge Maqueda og Ungverjana Patrik Ligetvari og  Marton Szekely. Enginn þeirra finnur til alvarlegra einkenna, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá ungverska meistaraliðinu. 
  • Klemen Ferlin, markvörður þýska liðsins Erlangen og slóvenska landsliðsins, greindist með kórónuveiruna í fyrradag. Hugsanlega smitaðist hann í æfingabúðum með landsliði Slóveníu í síðustu viku. Ferlin lék þar af leiðandi ekki með Erlangen gegn Stuttgart í gærkvöld. Bæði lið voru án aðalmarkvarða því Johannes Bitte, landsliðsmarkvörður Þjóðverja, er einnig með veiruna og lék ekki með Stuttgart.
  • Sænski landsliðsmaðurin Jonathan Carlsbogard leikur ekki með Lemgo næstu vikur eftir að hafa meiðst í leikjum með sænska landsliðinu í síðustu viku. 
  • Eitt þekktasta dómarapar Noregs, Guro Røen og Kjersti Arntsen, hefur ákveðið að taka flautur sínar ofan af hillunni og blása í þær á nýjan leik. Røen og Arntsen hættu að dæma fyrir tveimur árum eftir að hafa verið í eldlínunni saman í sex ár. Á þeim tíma dæmdu þær m.a. Úrslitaleik Rússa og Frakka á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Alls hafa þær dæmt á þremur heimsmeistaramótum, tveimur Evrópumótum auk Ólympíuleika, úrslitaleik Meistaradeild kvenna og alls fjórum sinnum í úrslitahelgi keppninnar. 
  • Milos Bozovic, landsliðsmaður Svartfjallalands, hefur yfirgefið RK Zagreb eftir stutta veru. Hann hefur þegar samið við Tatabanya í Ungverjalandi. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -