- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Kristján, Brynjar, Abe, Eradze, Solberg, Barbosa, Geerken

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Kristján Halldórsson verður eftirlitsmaður á síðari undanúrslitaleik norsku liðanna Nærbø og Runar Sandefjord í Evrópubikarkeppni karla í handknattleik á sunnudaginn. Nærbø vann fyrri viðureignina sem fram fór í Sandefjord, 29:27.
  • Varnarmaðurinn sterki, Brynjar Hólm Grétarsson, leikur ekki með Stjörnunni á næsta keppnistímabili. Hann flytur til Akureyrar í sumar eftir nokkurra ára dvöl fyrir sunnan. Þetta koma fram á Vísir.is í gær. 
  • Japanski handknattleiksmaðurinn Akimasa Abe hefur kvatt Gróttu eftir tveggja ára veru hjá félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu handknattleiksdeildar Gróttu í gær. Abe gengur á ný til liðs við Wakunaga Leolic
  • HC Motor tapaði fyrir Eintracht Hagen, 34:28, í 2. deild þýska handknattleiksins í gær. Roland Eradze er aðstoðarþjálfari HC Motor sem er í fjórða neðsta sæti deildarinnar en úkraínsku meistararnir leika sem gestalið í deildinni á leiktíðinni. 
  • Þjálfari Evrópumeistara Svía í handknattleik karla, Glenn Solberg, verður aðstoðarþjálfari norska liðsins Fjellhammer á næstu leiktíð. Solberg verður Robert Hedin þjálfara til halds og trausts en Hedin er einnig þjálfari bandaríska karlalandsliðsins í handknattleik. Forráðamenn Fjellhammer hugsa hátt og styrkja lið sitt svo það geti veitt stórliði Kolstad harða keppni á komandi árum. 
  • Hin spænsk-portúgalska handknattleikskona Alexandrina Barbosa hefur samið við franska félagsliðið Brest Bretagne frá og með komandi sumri. Samningur hennar er til tveggja ára. Barbosa leikur nú á Spáni en þekkir vel til í Frakklandi eftir að hafa leikið með Fleury Loiret og Nantes á árunum 2014 til 2020. 
  • Axel Geerken íþróttastjóri þýska handknattleiksliðsins MT Melsungen hættir hjá félaginu í lok leiktíðar eftir 11 ár í starfi. Ástæðan er slakur árangur liðsins. Félagið sagði frá þessu í gær.  Með Melsungen leika íslensku landsliðsmennirnir Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson. Sá síðarnefndi framlengdi samning sinn í vetur og Arnar Freyr á eitt ár eftir af sínum samningi.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -