- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Landin, Viktor Gísli, Aron Rafn og Bjarki Már fær keppninaut

Niklas Landin hefur samið við Kiel ársins 2025. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Danski landsliðsmarkvörðurinn Niklas Landin  skrifaði í gær undir áframhaldandi samning við Evrópumeistara THW Kiel. Nýi samningurinn gildir til 30. janúar 2025. Landin er þar með ekki á leiðinni til Aalborg Håndbold á næstunni en nokkuð hefur verið rætt um að kannski ætlaði hann sér að elta landa sína Mikkel Hansen og Mads Mensah til Limafjarðar. 
  • Viktor Gísli Hallgrímsson varði 13 skot og var með liðlega 37% hlutfallsmarkvörslu í gærkvöldi þegar lið hans GOG vann Mors-Thy, 36:30, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. GOG hefur 37 stig eftir 22 leiki í deildinni og hefur fjögurra stiga forskot á Bjerringbro/Silkeborg og Aalborg Håndbold sem eru í öðru og þriðja sæti þegar fjórar umferðir eru eftir. 
  • Aron Rafn Eðvarðsson fór á kostum og varði 17 skot sem lagði sig út á 41% hlutfallsmarkvörslu þegar liðs hans, Bietigheim, vann Hüttenberg, 35:26, í þýsku 2. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Hannes Jón Jónsson er þjálfari Bietigheim sem er í 8. sæti með 18 stig eftir 18 leiki. 
  • Þýska handknattleiksliðið Lemgo, sem Bjarki Már Elísson leikur með, hefur samið við hinn 22 ára gamla, Kian Schwarzer, frá og með næsta keppnistímabili. Schwarzer leikur sömu stöðu og Bjarki Már, þ.e. vinstra horn. Schwarzer er sonur Christian Schwarzer  sem lék um árabil með Lemgo og þýska landsliðinu.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -