- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Metjöfnun, Roland, Hansen, Arnór og fimm á fótum

Kiril Lazarov. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Kiril Lazarov jafnaði í fyrrakvöld leikjamet Arpad Strebik, það er að hafa tekið þátt í flestum leikjum í Meistaradeild Evrópu þegar hann tók þátt í sínum 249. leik í keppninni. Þegar Nantes og Vive Kielce mætast öðru sinni í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku verður Lazarov einn efstur með 250 leiki.  Thierry Omeyer er í þriðja sæti með 240 leiki. Nikola Karabatic er í fjórða sæti á listandum með 237 og Svíinn Jonas Källman er fimmti með 225 leiki. 
  • Roland Eradze og félagar hans í Motor Zaporozhye frá Úkraínu unnu í gærkvöld Meshkov Brest frá Hvíta-Rússlandi, 32:30, í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Leikið var í Zaporozhye í Úkraínu.
  • Mikkel Hansen var í sóttkví og lék ekki með PSG þegar liðið gjörsigraði Celje, 37:24, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar en leikið var í Slóveníu. Franska meistaraliðið á sæti næsta víst í átta liða úrslitum. 
  • Sömu sögu má segja um ungverska meistaraliðið Veszprém sem kjödró leikmenn Vardar, 41:27, í Skopje í gærkvöld. 
  • Arnór Atlason og félagar í Aalborg Håndbold eiga krefjandi heimaleik fyrir höndum gegn Porto í 16-liða úrslitum Meistaradeildar eftir þriggja marka tap, 32:29, í Porto í gærkvöld. 
  • Fyrri viðureign Zagreb og Flensburg í Meistaradeildinni sem fram átti að fara í gærkvöld var frestað snemma í vikunni vegna kórónuveirusmita í herbúðum Zagreb. Útlitið er ekki bjart fyrir að liðin mætist í næstu viku eins og ráð er fyrir gert. Samkvæmt fjölmiðlum í Króatíu eru aðeins fimm leikmenn Zagreb-liðsins á fótum, þ.e. ósmitaðir af veirunni. Til stendur að báðar viðureignir liðanna í 16-liða úrslitum fari fram í vikunni eftir páska.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -