- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Møllgaard veikur, Leslie sagt upp hjá CSKA, Olsson kvaddi skyndilega, Lien til Álaborgar

Henrik Möllegaard landsliðsmaður Dana og leikmaður dönsku meistaranna Aalborg. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Danski landsliðsmaðurinn Henrik Møllgaard er nýjast fórnarlamb kórónuveirunnar en nærri helmingur leikmanna danska landsliðsins sem lék í tvígang við Norður-Makedóníu í undankeppni EM hefur greinst smitaður í kjölfar leikjanna. Önnur viðureignin fór fram í Skopje en hin í Álaborg.
  • Danski handknattleiksþjálfarinn Jan Leslie sem þjálfað hefur kvennalið CSKA Moskvu með góðum árangri í vetur hefur verið gert að taka pokann sinn strax. Uppsögnin kom mjög óvart. Leslie segir að þegar forsvarsmenn félagsins hafi neitað honum um að fara heim til Danmerkur í stutt frí nú í alþjóðlegri landsleikjaviku, eins og kveðið er á um í samningi hans við félagið, hafi soðið upp úr á milli hans og stjórnenda félagsins. Þeir hafi sagt þjálfaranum að hypja sig heim og láta ekki sjá sig aftur í herbúðum CSKA.
  • Ulrika Olsson hætti skyndilega hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Skuru í gær þegar aðeins einum leik er lokið í 8-liða úrslitum um sænska meistaratitilinnn. Olsson óskaði eftir að losna þegar í stað frá félaginu eftir að henni var tilkynnt að hún fengi ekki nýjan samning hjá félaginu í vor þegar núverandi samningur rennur út. Óvíst er hvaða stefnu Olsson tekur nú. Hún er þrítug og hefur verið í herbúðum Skuru í fjögur ár og hefur skorað 581 mark í 136 leikjum með liðinu.
  • Synna Lien sem var annar markvörður Vendsyssel á móti Elínu Jónu Þorsteinsdóttur landsliðsmarkverði í vetur hefur samið við EH Aalborg frá og með næsta keppnistímabili. Lien, sem er norsk, verður þar með samherji Söndru Erlingsdóttur.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -