- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Nýr formaður og stjórn hjá Þór, frí hjá ólympíuförum, seint leikið eftir

Aron Hólm Kristjánsson, leikmaður Þórs, tognaði á nára í leiknum við ÍR í gær. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net
- Auglýsing -
  • Árni Rúnar Jóhannesson var í gær kjörinn formaður handknattleiksdeildar Þórs á Akureyri á framhaldsaðalfundi deildarinnar sem efnt var til í þeim eina tilgangi að kjósa nýja stjórn. Aðalfundur deildarinnar var annars í mars en kjöri til stjórnar þá slegið á frest. 
  • Árni Rúnar bauð sig einn fram í stól formanns og var hann kjörin einum rómi. Aðrir í stjórn eru; Páll Kristjánsson, Kristján Gylfason, Helga LyngdalSteinn Símonarson og Sara Hrönn Viðarsdóttir.
  • Aðeins einn úr fyrri stjórn gaf kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu þ.e. Kristján Gylfason. Úr stjórn gengu Magnús Eggertsson, Orri Stefánsson, Svanberg Snorrason, Kristján Valur Kristjánsson, Finnur Víkingsson og Sigurður Brynjar Sigurðsson
  • Þýska handknattleiksliðið Flensburg hefur veitt þeim leikmönnum liðsins sem tóku þátt í Ólympíuleikunum frí til 23. ágúst. Þeir þurfa ekki að mæta á æfingar fyrr en þá. „Ég vildi gjarnan hafa alla leikmenn frá fyrsta degi undirbúningsins okkar fyrir næsta tímabil. Hinsvegar er ljóst að nokkrir hafa ekki fengið frí að ráði vegna leikanna og því fannst okkur nauðsynlegt að gefa þeim tvær vikur til þess að vera með fjölskyldum sínum eftir Ólympíuleikanna,“ segir Mail Machulla, þjálfari Flensburg, í samtali við heimasíðu félagsins.  Í þessum hópi eru m.a. fimm landsliðsmenn Danmerkur.  Keppni í þýsku 1. deildinni hefst í byrjun september. 
  • Bent Nyegaard, fyrrverandi þjálfari hjá ÍR og Fram og nú sérfræðingur um handknattleik hjá TV2 í Danmörku, segir að afrek  Frakkans Nikola Karabatic að vinna fern verðlaun á Ólympíuleikum verði seint ef nokkru sinni leikið eftir af öðrum handknattleiksmanni. Karabatic á þrenn gullverðlaun og ein silfurverðlaun frá síðustu fernum Ólympíuleikum.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -