- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Oddur, Cañellas, dómarar á EM, Møllgaard, Breki Þór, Appelgren

Oddur Gretarsson á fullri ferð í leik með Balingen-Weilstetten. Mynd/Balingen-Weilstetten
- Auglýsing -
  • Oddur Gretarsson var valinn í lið sjöundu umferðar þýsku 2. deildarinnar í handknattleik en liðið var tekið saman í gær. Oddur lék afar vel og skoraði sjö mörk þegar BalingenWeilstetten vann Tusem Essen, 30:29, á heimavelli á föstudagskvöldið. Akureyringurinn er áttundi markahæsti leikmaður deildarinnar með 44 mörk. 
  • Spánverjinn Joan Cañellas hefur framlengt samning sinn við svissneska meistaraliðið Kadetten Schaffhausen til eins árs, fram á sumarið 2024. Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari Kadetten. Cañellas kom til félagsins 2021 en hafði áður m.a. leikið með THW Kiel og Veszprém
  • Sjö pör kvenna dómara og fimm pör karla dæma leiki Evrópumóts kvenna í handknattleik sem hefst föstudaginn 4. nóvember í þremur löndum, Slóveníu, Svartfjallalandi og Norður Makedóníu
  • Hinn þrautreyndi og síungi danski landsliðsmaður Henrik Møllgaard hefur framlengt samning sinn við Aalborg Håndbold til ársins 2024. Møllgaard kom til Álaborgarliðsins 2018 eftir þriggja ára veru hjá PSG. Þar áður var hann leikmaður Lekhwiya í Katar í skamman tíma en þar áður lék Møllgaard  með Kolding, Aalborg og Skjern heima í Danmörku frá 2005 til 2015.
  • Breki Þór Óðinsson skoraði 21 mark fyrir B-lið ÍBV um síðustu helgi þegar liðið vann Víði Garði, 51:21, í 2. deild karla í handknattleik. 
  • Sænski markvörðurinn Mikael Appelgren hefur verið meira og minna frá keppni vegna meiðsla í tvö ár. Hann var nýlega byrjaður að leika aftur með Rhein-Neckar Löwen þegar enn ein meiðslin komu í leik Löwen og Hannover-Burgdorf í þýsku 1. deildinni á sunnudaginn. Appelgren verður væntanlega fjarverandi í næstu þremur leikjum eftir því sem félag hans sagði frá í gær.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -