- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Oddur, Daníel, Sveinn, Harpa, Sunna, Bjarki, Aron, Teitur, Heiðmar, Gottfridsson, Ólafur, Bitter

Oddur Gretarsson kveður Balingen-Weilstetten í sumar eftir sjö ára veru. Mynd/Balingen Weilstetten
- Auglýsing -
  • Oddur Gretarsson skoraði sjö mörk, þar af eitt úr vítakasti, og var markahæstur hjá Balingen-Weilstetten þegar liðið vann Emport Rostock á útivelli, 34:22, í þýsku 2. deildinni í gær.
  • Daníel Þór Ingason skoraði þrjú mörk fyrir Balingen og var einu sinni vísað af leikvelli.  Sveinn Andri Sveinsson skoraði fjögur mörk fyrir Empor og gaf eina stoðsendingu. Hafþór Már Vignisson var fjarri góðu gamni eins og í síðasta leik liðsins.  Balingen trónir á toppi deildarinnar með 14 stig eftir sjö leiki. 
  • Harpa Rut Jónsdóttir og Sunna Guðrún Pétursdóttir eru komnar í 16-liða úrslit bikarkeppninnar í Sviss með liði sínu GC Zürich eftir sigur á LK Zug II í gær, 35:31, á útivelli. Harpa Rut skoraði tvö mörk í leiknum en Sunna Guðrún sat á meðal varamanna allan leikinn. 
  • Bjarki Már Elísson var ekki á meðal markaskorara Veszprém þegar liðið vann meistara Pick Szeged í ungversku 1. deildinni í handknattleik í gær, 31:26. Leikið var á heimavelli Veszprém. Um tíma stefndi í að Veszprém ætlaði að kjöldraga meistarana slíkir voru yfirburðir liðsins framan af, m.a. var staðan 10:3, eftir 18 mínútur. Liðsmönnum Pick Szeged tókst að klóra í bakkann og minnka muninn í eitt mark, 21:20, áður Veszprém tók að nýju á rás og vann með fimm marka mun. Veszprém hefur 10 stig eftir fimm leiki. Szeged er einnig með 10 stig en hefur lokið sex leikjum. 
  • Aalborg treysti stöðu sína í efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar í gær með því að leggja SønderjyskE með þriggja marka mun, 36:33, á útivelli í gær. Aron Pálmarsson er ná sér á strik eftir meiðsli og skoraði eitt mark og gaf þrjár stoðsendingar fyrir Aalborg sem er með 15 stig eftir átta leiki. Kolding er þremur stigum á eftir í öðru sæti. 
  • Teitur Örn Einarsson skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu þegar Flensburg vann Göppingen í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Leikið var í Flens-Arena. Flensburg er í sjöunda sæti með 11 stig eftir átta leiki. 
  • Flensburg varð fyrir áfalli fyrir helgina þegar í ljós kom að sænski leikstjórnandinn, Jim Gottfridsson, leikur ekki með liðinu næstu vikur vegna meiðsla sem hann varð fyrir í sigurleik Flensburg á Füchse Berlin í þýsku bikarkeppninni um miðja vikuna. 
  • Hannover-Burgdorf er komið upp í sjötta sæti þýsku 1. deildarinnar með 12 stig eftir átta leiki. Hannover-Burgdorf  vann Lemgo á heimavelli í gær, 29:25. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf. 
  • Erlangen vann GWD Minden, 32:25, á útivelli gær og situr í þriðja sæti með 13 stig eftir átta leiki. Ólafur Stefánsson er aðstoðarþjálfari Erlangen. 
  • Þýski markvörðurinn þrautreyndi, Johannes Bitter, leikur í dag sinn 600. leik í þýsku 1. deildinni þegar Hamburg fær Gummersbach í heimsókn. Til þessa hafa þrír leikmenn náð þeim áfanga að leika 600 leiki í deildinni, þar af tveir markverðir, Carsten Lichtlein og Jan Holpert. Sá þriðji er Christian Schwarzer.- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -