- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Óðinn, Donni, Zulić, Pavlović, Neistin, STíF, H71, VÍF

Óðinn Þór Ríkharðsson í leik með TTH á leiktíðinni. Mynd/TTH Holstebro
- Auglýsing -
  • Óðinn Þór Ríkharðsson var valinn í úrvalslið fyrstu umferðar úrslitakeppninnar um danska meistaratitilinn. Óðinn lék afar vel fyrir Holstebro er liðið lagði Skjern. Hann skoraði 6 mörk úr sex skotum og átti þrjár stoðsendingar. 
  • Kristján Örn Kristjánsson, Donni, var ekki með PAUC-Aix, í gærkvöld þegar liðið vann mikilvægan og nauman sigur á Chartres, 26:25, á útivelli í frönsku 1.deildinni í handknattleik. PAUC er í fjórða sæti deildarinnar með 26 stig eftir 18 leiki og stigi á eftir og hefur leikið leik færra en Nantes sem situr í þriðja sæti. Nimes í sjötta sæti, þremur stigum á eftir PAUC og þess vegna var sigurinn í gær Donna og félögum mikilvægur.
  • Nine Zulić leikur ekki með landsliði Slóveníu gegn Íslandi í undankeppni HM á laugardaginn og væntanlega ekki heldur hér á landi á miðvikudaginn í næstu viku. Zulić greindist jákvæð við skimun fyrir kórónuveiru við komuna til Ljubljana á mánudaginn frá Tyrklandi en hún leikur með Kastamonu.
  • Fyrirliði franska landsliðsins í handknattleik kvenna, Siraba Dembélé Pavlović, sleit hásin í viðureign CSM Búkarest og CSKA í undanúrslitum Meistaradeildar kvenna um síðustu helgi. Hún leikur því ekki með landsliðinu á Ólympíuleikunum í Tókíó í sumar eins og hún hafði ætlað sér. Pavlović segir hún hafi ætlað sér að kveðja landsliðið eftir leikina en að ljóst sé að svo verði ekki. Hún á að baki 288 landsleiki. Pavlović stefnir á að mæta á ný til leiks í janúar en samningur hennar við rúmenska meistaraliðið rennur út eftir ár. 
  • Neistin hjafnaði metin gegn STíF frá Skálum í úrslitaeinvíginu um færeyska meistaratitilinn í handknattleik kvenna. Neistin vann íþróttahúsinu í Skálum, 25:24. Þar með hefur hvort lið einn vinning eftir tvo eins marks sigra. 
  • Jafnt er hinsvegar hjá H71 og VÍF í keppninni um meistaratitilinn í karlaflokki í Færeyjum. H71 jafnaði metin í gærkvöld með sigri á heimavelli, 34:33, í framlengdum leik og vítakeppni. Hvort lið hefur einn vinning.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -