- Auglýsing -
- Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði eitt mark úr tveimur tilraunum þegar lið hans, Montpellier, vann Istres, 29:23, í frönsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Montpellier hefur þrjú stig eftir tvo fyrstu leikina í deildinni. Þetta var þriðji leikur Ólafs Andrésar með liðinu á viku en það lék í Meistaradeild Evrópu um miðja vikuna.
- Danska meistaraliðið Aalborg Håndbold vann Kolding í fjórðu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í gær. Álaborgarliðið var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. Aron Pálmarsson var fjarri góðu gamni vegna meiðsla. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins. Ágúst Elí Björgvinsson varði eitt vítakast í marki Kolding en kom að öðru leyti ekki mikið við sögu.
- Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði í tvígang fyrir Vive Kielce í öruggum sigri liðsins á Górnik Zabrze, 30:21, í pólsku 1.deildinni í gær. Haukur Þrastarson var ekki í liði Vive Kielce sem hefur níu stig eftir þrjár umferðir eins og Wisla Plock.
- Elliði Snær Viðarsson tók úr leikbann í fyrrakvöld þegar lið hans Gummersbach vann Eisenach á útivelli, 29:27, í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Hákon Daði Styrmisson skoraði ekki mark í leiknum fyrir Gummersbach. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari liðsins. Gummersbach var fjórum mörkum undir í hálfleik, 17:13. Liðinu tókst að jafna metin, 22:22, þegar tíu mínútur voru til leiksloka og ná í framhaldinu þriggja marka forskoti um skeið. Gummersbach er með fjögur stig eftir tvær fyrstu umferðirnar.
- Grétar Ari Guðjónsson varði sjö skot, þar af eitt vítakast, þegar lið hans Nice tapaði fyrir US Ivry í frönsku 2. deildinni í handknattleik á föstudagskvöld. Leikið var á heimavelli US Ivry sem féll úr 1. deild í vor.
- Evrópumeistarar Barcelona hafa staðfest að axlarmeiðsli sem Slóveninn Luka Cindric hlaut í viðureign gegn Flensburg í Meistaradeild Evrópu á fimmtudagkvöld séu það slæm að Cindric leiki ekki með liðinu næstu sex til átta vikur.
- Dagskráin: Kvenna- og karlalið Hauka og Stjörnunnar mætast
- Molakaffi: Donni, Daníel, Örn
- Valdir kaflar: Tatabánya – Gummersbach
- Valdir kaflar: THW Kiel – FC Porto
- Elvar Örn og félagar unnu í Novi Sad – Porto tapaði með 10 mörkum í Kiel
- Auglýsing -