- Auglýsing -

Molakaffi: Ólafur, Harpa, Elías, Alexandra, Axel, Bürkle, Kosorotov

Ólafur Andrés Guðmundsson. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
  • Ólafur Andrés Guðmundsson var á ný í leikmannahópi GC Amicitia Zürich í gærkvöldi þegar liðið sótti Pfadi Winterthur heim í svissnesku A-deildinni í handknattleik. Ólafur hafði verið fjarverandi í þremur leikjum í röð vegna meðsla. Hann skoraði ekki gær en ljóst er að nærvera hans hafði góð áhrif á samherjana sem gerðu jafntefli, 27:27. GC Amicitia Zürich er í fimmta sæti með 20 stig eftir 17 leiki og er 10 stigum á eftir HC Kriens sem trónir á toppnum. 
  • Kvennalið GC Amicitia Zürich tapaði naumlega á heimvelli í gærkvöld fyrir LK Zug, 25:26. Harpa Rut Jónsdóttir, leikamaður GC Amicitia Zürich skoraði ekki mark í leiknum gegn sínum gömlu samherjum. Sunna Guðrún Pétursdóttir, markvörður, tók ekki þátt í leiknum þar sem hún hefur ekki jafnað sig af fingurbroti. GC Amicitia Zürich situr í fjórða sæti. 
  • Fredrikstad Bkl., liðið sem Elías Már Halldórsson þjálfar, tapaði í gærkvöld fyrir Evrópumeisturum Vipers, 40:24, á heimavelli í 8-liða úrslitum norsku bikarkeppninnar í handknattleik kvenna. Alexandra Líf Arnarsdóttir var í leikmannahópi Fredrikstad í leiknum. 
  • Storhamar vann Aker, 39:23, einnig í átta liða úrslitum norsku bikarkeppninnar í handknattleik kvenna í gærkvöld. Axel Stefánsson er annar þjálfara Storhamar
  • Jens Bürkle, þjálfari Balingen-Weilstetten, sem Daníel Þór Ingason og Oddur Gretarsson leika með, hefur framlengt samning sinn um þjálfun liðsins til ársins 2025. Balingen-Weilstetten er í efsta sæti þýsku 2. deildarinnar og stefnir rakleitt upp í 1. deild eftir að hafa fallið úr deildinni á síðasta vori. Bürkle tók við þjálfun Balingen-Weilstetten af Rúnari Sigtryggssyni fyrir fimm árum. 
  • Rússneska stórskyttan Sergei Mark Kosorotov hefur samið við Veszprém í Ungverjalandi frá og með næsta keppnistímabili. Kosorotov er í herbúðum Wisla Plock um þessar mundir.
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -