- Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson leika í dag til undanúrslita í Evrópudeildinni í handknattleik karla þegar lið þeirra, SC Magdeburg, mætir króatíska liðinu RK Nexe í undanúrslitaleik í Lissabon. Í hinni viðureign undanúrslitanna eigast við Benfica og Wisla Plock. Sigurliðin í leikjum dagsins leika til úrslita á morgun.
- Harpa Elín Haraldsdóttir hefur endurnýjaði samning sinn við handknattleiksdeild Fjölnis. Harpa kom til félagsins síðasta sumar frá Fram.
- Hannes Jón Jónsson og lærisveinar hans í austurríska meistaraliðinu Alpla Hard leika við UHK Krems í úrslitarimmu um meistaratitilinn í handknattleik karla í Austurríki. Fyrsta viðureign liðanna verður á heimavelli Hard í Bregenz í dag.
- Vardar Skopje varð í fyrrakvöld landsmeistari í handknattleik karla í Norður Makedóníu í áttunda sinn í röð og í fimmtánda skipti alls.
- Auglýsing -