- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Rússnesk stjarna úr leik, Mortensen og minkabú

Elena Mikhaylichenko borin af leikvelli eftir að hafa slitið krossband. Mynd/CSKA
- Auglýsing -
  • Ein stærsta stjarna kvennahandboltans í Evrópu um þessar mundir, hin 19 ára gamla Elena Mikhaylichenko, leikur ekki meira handknattleik á þessu keppnistímabili eftir að hún sleit krossband í kappleik í vikunni. Mikhaylichenko hefur verið ein helsta driffjöður CSKA Moskva-liðsins á keppnistímabilinu en liðið hefur vakið mikla athygli í Meistaradeildinni. Einnig var reiknað með að Mikhaylichenko yrði ein helsta kjölfesta rússneska landsliðsins á væntanlegu Evrópumóti landsliða sem fram fer í næsta mánuði. Fram kemur í tilkynningu frá félagi Mikhaylichenko að hún fari til Sviss þar sem krossbandið verður lagfært. 
  • Í annað sinn á einu ári glímir danski hornamaðurinn Casper U. Mortensen við meiðsli í hné og verður frá keppni næstu fimm mánuði eftir því sem félag hans, Barcelona tilkynnti í gær. Mortensen sneri til baka út á völlinn í febrúar á þessu ári eftir að hafa verið úr leik í um ár vegna meiðsla í sama hné og nú, því vinstra.
  • Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, hefur skipað sjö bæjum í Danmörku að loka íþróttamiðstöðvum sínum til 3. desember vegna kórónuveirusmita sem komið hafa upp á minkabúum nærri bæjunum. Meðal þeirra er Frederikshavn þar sem til stendur að leikið verði á EM kvenna sem á hefjast 3. desember.
  • Per Bertelsen, formaður danska handknattleikssambandsins segir að brugðist verði við þessu og nýr leikstaður fundinn. Bertelsen er þekktur fyrir að fara sér í engu óðslega. Hann sagði þessa ákvörðun forsætisráðherrans ekki kom í veg fyrir að EM færi fram í Danmörku eins og ekkert hafi ískorist þótt vissulega þurfi að bretta upp ermar og gera breytingar á skipulagi að einhverju leyti.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -