- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Sandra, Elín, Steinunn, Lilja, Bjarni, Palicka, Óskar, Viktor, Axel, Örn, Anton, Tumi, Arnar, Sveinbjörn

Sandra Erlingsdóttir leikmaður EH Aalborg. Mynd/EH Aalborg Support
- Auglýsing -
  • Sandra Erlingsdóttir var markahæst hjá EH Aalborg í stórsigri á Gudme HK, 34:24, í viðureign liðanna á Fjóni í gærkvöld í dönsku 1. deildinni í handknattleik. Sandra skoraði níu mörk, þar af fimm úr vítaköstum. EH Aalborg er í fjórða sæti deildarinnar.
  • Elín Jóna Þorsteinsdóttir og samherjar í Ringköbing Håndbold unnu afar mikilvægan sigur á Ajax, 40:28, í botnbaráttu dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gærkvöld. Ringköbing-liðið rær lífróður fyrir áframhaldandi veru í deildinni á loksprettinum og því er hvert stig mikilvægt. Liðið er í næst neðsta sæti þegar fjórar umferðir eru eftir með 12 stig, stigi á eftir Skandeborg og tveimur á eftir Ajax og Randers. Elín Jóna stóð í marki Ringköbing nær allan leikinn og varði sex skot, 19%.
  • Steinunn Hansdóttir kom ekkert við sögu þegar Skanderborg tapaði á útivelli fyrir Århus United, 32:28.
  • Lilja Ágústsdóttir var ekki í leikmannahópi Lugi í gær þegar liðið tapaði með 12 marka mun fyrir Sävehof, 38:26, í Partille í viðureign liðanna í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Lilju var ekki heimilt að taka þátt í leiknum þar sem um frestaða viðureign úr 8. umferð var að ræða. Á þeim tíma sem 8. umferð fór fram var Lilja leikmaður Vals.
  • Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði fimm mörk í sjö skotum þegar lið hans Skövde vann Redberglid, 30:25, í Skövde í gærkvöld í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Sænski landsliðsmarkvörðurinn Andreas Palicka náði sér ekki á strik í markinu gegn Bjarna og samherjum. Palicka varði 9 skot, 25%. Skövde er í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig eftir 19 leiki, er þremur og fimm stigum á eftir Sävehof og Kristianstad sem eru í tveimur efstu sætunum. Skövde á leik til góða á liðin tvö fyrir ofan.
  • Óskar Ólafsson var með þrjú mörk og Viktor Petersen Norberg tvö fyrir Drammen þegar liðið vann stórsigur á Bergen í Björgvin í gærkvöld, 37:25. Drammen er í öðru sæti úrvalsdeildarinnar í Noregi.
  • Storhamar er áfram í öðru sæti úrvalsdeildar kvenna í handknattleik undir stjórn Axels Stefánssonar þjálfara. Storhamar vann Fana, 28:24, á heimavelli í gær.
  • Örn Vésteinsson Östenberg skoraði eitt mark og átti eina stoðsendingu þegar lið hans Emsdetten vann Bietigheim, 27:24, í þýsku 2. deildinni í handknattleik á heimavelli í gærkvöldi. Anton Rúnarsson kom lítið við sögu í leiknum. Sigurinn var afar mikilvægur því TV Emsdetten hefur verið að færast nær neðstu liðum deildarinnar upp á síðkastið. Emsdetten er í 15. sæti af 20 liðum deildarinnar eftir þennan sigur.
  • Tumi Steinn Rúnarsson skoraði ekki mark þegar Coburg gerði jafntefli við Dormagen á útivelli, 23:23, í þýsku 2. deildinni í gær. Coburg er í 14. sæti.
  • Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði fimm mörk í sex skotum og átti tvær stoðsendingar þegar lið hans EHV Aue tapaði naumlega á heimavelli fyrir Hamm-Westfalen, 26:25, á heimavelli. Sveinbjörn Pétursson varði eitt vítakast í marki Aue en kom að öðru leyti ekkert við sögu. Aue-liðið er í þriðja neðsta sæti deildarinnar með 13 stig eftir 21 leik.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -