- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Sandra, Hannes, Jónína, Kastelic

Sandra Erlingsdóttir leikmaður EH Alaobrg. Mynd/EH Aalborg Support
- Auglýsing -
  • Sandra Erlingsdóttir var næst markahæst hjá EH Aalborg með sjö mörk þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir SönderjyskE, 28:22, dönsku 1. deildinni í handknattleik. Sandra skoraði eitt mark úr vítakasti. EH Aalborg er í fimmta sæti deildarinnar með sex stig eftir sex leiki. SönderjyskE er í efsta sæti með 10 stig eins og lið Hróarskeldu. 
  • Hannes Jón Jónsson og lærisveinar hans í austurríska meistaraliðinu Alpla Hard töpuðu mikilvægu stigi í toppbaráttu deildarinnar í gærkvöld þegar þeir náðu aðeins jafntefli við neðsta liðið, Ferlach, á útivelli, 25:25. Alpla Hard er í þriðja sæti með 11 stig eftir sjö leiki og er þremur stigum og einum leik á eftir Aon Fivers sem á toppnum. Ferlach, sem var þremur mörkum yfir í hálfleik, 13:10, rekur lestina með eitt stig eftir sjö leiki. 
  • Jónína Hlín Hansdóttir sem leikið hefur tvo leiki með Fram í Olísdeild kvenna á þessari leiktíð hefur verið lánuð til Aftureldingar út yfirstandandi keppnistímabil eða til loka maí á næsta ári.  Afturelding á einnig sæti í Olísdeildinni.

Þýsku bikarmeistararnir, Lemgo, hafa samið við slóvenska markvörðinn Urh Kastelic frá og með næsta sumri. Kastelic er nú markvörður Göppingen. Hann á að koma í stað Svíans Peter Johannesson sem gengur til liðs við Bergischer HC.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -