- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Sigvaldi, Gísli, Leó, Gauti, Serbar í Höllinni, Galia

Sigvaldi Björn Guðjónsson landsliðsmaður og leikmaður norsku meistarana Kolstad frá Þrándheimi. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Sigvaldi Björn Guðjónsson lék sinn 60 A-landsleik í gær þegar íslenska landsliðið vann ísraelska landsliðið í undankeppni Evrópumótsins í handknattleik, 37:26, í Sports Arena „Drive-in“ í Tel Aviv. Sigvaldi Björn skoraði fimm mörk, þar af eitt úr vítakasti. Öll mörkin skoraði hann í síðari hálfleik. Alls hefur Sigvaldi Björn skoraði 163 mörk í leikjunum 60.
  • Gísli Þorgeir Kristjánsson klæddist landsliðspeysunni í 50. sinn í gær gegn Ísraelsmönnum. Gísli Þorgeir skoraði eitt mark og er þar með kominn með 111 mörk fyrir landsliðið. Hann á eftir að skora liðlega 1.000 mörk til þess að ná föður sínum, Kristjáni Arasyni, sem skoraði 1.123 mörk í 245 landsleikjum á 12 ára tímabili frá 1980 til 1992.
  • Nýliðinn Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í Tel Aviv í gær. Hann skoraði 34. mark Íslands þegar tvær mínútur og 50 sekúndur voru til leiksloka.
  • Annar Þorsteinn, sem einnig heitir Gauti og er Hjálmarsson, skoraði eitt mark fyrir finnska landsliðið þegar það tapaði naumlega fyrir Serbum í Vantaa í nágrenni Helsinki, 30:29.
  • Serbar skoruðu fimm síðustu mörk leiksins eftir að hafa mætt óvæntri mótspyrnu frá Gauta og samherjum sem voru þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 17:14. Finnska liðið gat jafnað metin í lokin en allt kom fyrir ekki, eins og stundum er sagt. Sigur hefði vakið vonir hjá finnska landsliðinu um sæti í lokakeppni EM. Finnar sækja norska landsliðið heim á sunnudaginn.
  • Serbnesku konurnar Vanja Antic og Jelena Jakovljevic dæma viðureign Íslands og Eistlands í Laugardalshöll í sjöttu og síðustu umferð undankeppni Evrópumótsins á sunnudaginn. Færeyingurinn Kristian Johansen verður eftirlitsmaður EHF á leiknum.
  • Hinn þrautreyndi tékkneski markvörður, Martin Galia, fær kveðjuleik með landsliðinu á sunnudaginn þegar Tékkar mæta Ísraelsmönnum í lokaumferð undankeppni Evrópumótsins í handknattleik í Frýdek-Místek í Tékklandi. Galia er 44 ára gamall en 23 ár eru liðin frá fyrsta landsleiknum. Síðasti landsleikur Galia verður sá 219.
  • Galia hefur oft reynst Íslendingum erfiður í gegnum tíðina og m.a. minnist handbolti.is stórleiks Galia í jafntefli, 30:30, á EM í Slóveníu 2004. Jafnteflið gerði út um vonir íslenska landsliðsins um að komast áfram í milliriðlakeppni mótsins. Galia lék einmitt sinn fyrsta landsleik gegn Íslendingum fjórum árum fyrir viðureignina í Celje í Slóveníu. Hann hóf ferilinn hjá Karviná og með sama félagi lýkur ferlinum einnig í lok yfirstandandi keppnistímabils. Lengst af lék Galia með þýskum félagsliðum á hátindi ferils síns en einnig var hann um tíma í Sviss.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -