- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Sigvaldi meiddur, Aron með eitt, tveggja marka tap og sigur hjá Roland

Sigvaldi Björn Guðjónsson leikmaður Vive Kielce. Mynd/Vive Kielce
- Auglýsing -
  • Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handknattleik, lék ekki með pólsku meisturunum Vive Kielce í gær þegar liðið vann Chrobry Glogow með 11 marka mun á heimavelli, 37:26. Sigvaldi Björn sagði við handbolta.is í gær að hann hafi tognað lítillega í leik Vive Kielce og Vardar í Meistaradeild Evrópu á fimmtudagskvöldið. Þess vegna hafi hann setið hjá í gær en þetta er fyrsti leikurinn sem Sigvaldi Björn tekur ekki þátt í með liðinu á keppnistímabilinu. Vive Kielce hefur staðið í ströngu í haust og í vetur, jafnt í deildinni heima fyrir og í Meistardeildinni og er toppnum á báðum vígstöðvum. 
  • Aron Pálmarsson skoraði eitt mark þegar Barcelona vann sinn tólfta sigur í spænsku 1. deildinni í handknattleik á tímabilinu í gærkvöldi þegar leikmenn Cuenca komu í heimsókn, 38:26. Alex García var markahæstur hjá Barcelona með sjö mörk og Slóveninn Jure Dolenec var næst með sex mörk. 
  • Arnór Þór Gunnarsson skoraði fjögur mörk, þar af þrjú úr vítakasti þegar Bergischer HC tapaði í gærkvöldi fyrir Füchse Berlin, 31:29, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Ragnar Jóhannsson hafði sig lítt í frammi í liði Bergischer að þessu sinni. Bergischer HC er í 13. sæti með sjö stig eftir átta leiki. Annar leikur var í deildinni í gærkvöld. Meistarar Kiel unnu stórsigur á botnliðinu Coburg, 41:26. 
  • Roland Eradze og félagar í Motor Zaporozhye unnu lið Handball Academy, 41:16, á útivelli í gær í úkraínsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Þetta var annar leikur liðanna á jafnmörgum dögum. Motor vann einnig öruggan sigur í leik liðanna á föstudag. Motor er með 12 stig eftir sex leiki í efsta sæti deildarinnar. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -