- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Sigvaldi, Oddur, Daníel, Grétar, Gísli, Ómar, Petrus, Bomastar, Kristensen, Bjarki

Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður í handknattleik. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Sigvaldi Björn Guðjónsson lék allan fyrri hálfleikinn þegar Kolstad vann smáliðið Tiller í norsku bikarkeppninni í fyrradag. Þetta var fyrsti opinberi kappleikur Sigvalda Björns síðan á EM í lok janúar. Haft er eftir honum á vefnum topphandball.no að hann hafi ekki fundið fyrir eymslum í hægri ökklanum eftir leikinn sem er afar jákvætt eftir það sem á undan er gengið í meiðslasögu hans undanfarið ár. 
  • Meira mun reyna á liðsmenn Kolstad í næsta leik sem fram fer á morgun. Þá fær Kolstad liðsmenn Drammen í heimsókn í fyrri viðureign liðanna í 1. umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik. Síðari viðureignin verður í Drammen viku síðar. 

  • Oddur Gretarsson og Daníel Þór Ingason fögnuðu sigri með samherjum sínum í Balingen-Weilstetten á Sélestat Handball, 31:28, í æfingaleik í Balingen í gær. Grétar Ari Guðjónsson lék hluta leiksins í marki Sélestat. Oddur var markahæstur hjá Balingen með sex mörk en ekki var hægt að finna upplýsingar í gær um markafjöldan hjá Daníel Þór en hann lék talsvert með í sókninni, alltént þann tíma sem handbolti.is fylgdist með útsendingu leiksins.
  • Grétar Ari og félagar mæta svissneska liðinu Wacker Thun í æfingaleik í dag. 
  • Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fjögur mörk og Ómar Ingi Magnússon þrjú þegar Magdeburg vann Hannover-Burgdorf í gær í síðasta æfingaleik þýsku meistaranna áður en titilvörnin hefst um mánaðarmótin. 
  • Hinn trausti varnarmaður Thiagus Petrus hefur skrifað undir nýjan samning við Evrópumeistara Barcelona sem gildir til ársins 2025.
  • Serbneski landsliðsmarkvörðurinn Milan Bomastar verður liðsfélagi Bjarna Ófeigs Valdimarssonar hjá IFK Skövde. Bomaster kemur frá Ademar León á Spáni og á að fylla skarðið sem Fabian Norstens skildi eftir en hann var seldur til Gummersbach í Þýskalandi í byrjun vikunnar. Bomastar var annar markvörður Serba á EM í byrjun ársins.

  • Anna Kristensen, sem verið hefur þriðji markvörður danska kvennalandsliðsins yfirgefur Viborg á næsta sumri þegar samningur hennar við félagið rennur út. Hermt er að hún hafi þegar sagt forráðamönnum Viborg að hugur hennar stefnir til stórliðsins Esbjerg. Viborg neitaði Esbjerg um að kaupa Kristensen undan samningi á dögunum þegar Esbjerg leitaði að markverði í stað Dinah Eckerles sem komin er í fæðingaorlof. 
  • Eurofarm Pelister frá Norður Makedóníu mætir Bjarka Má Elíssyni og samherjum í Veszprém í undanúrslitum Austur-Evrópudeildarinnar (SHEA-League) í handknattleik í Zadar í Króatíu föstudaginn 2. september. Pelister vann Meshkov Brest, 27:26, eftir vítakeppni í síðustu viðureign undanúrslita keppninnar í gærkvöld.  Í hinum leik undanúrslita eigast við króatísku liðin Nexe og PPD Zagreb. Úrslitaleikurinn verður sunnudaginn 4. september í Zadar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -