- Auglýsing -
- Hinn bráðsnjalli og brögðótti leikstjórnandi Porto og landsliðs Portúgal, Rui Silva, hefur framlengt samning sinn við Porto til næstu fjögurra ára eða fram á mitt árið 2025.
- Spænski hornamaðurinn Angel Fernandez hefur samið við Barcelona til næstu tveggja ára. Fernandez hefur undangengin þrjú ár leikið með Vive Kielce í Póllandi. Hann á að fylla skarð Casper Mortensen sem fékk ekki nýjan samning hjá Katalóníuliðinu í vor.
- Laszlo Nágy íþróttastjóri ungverska stórliðsins Veszprém hefur boðað að kynnt verði uppstokkun hjá félaginu á blaðamannafundi sem haldinn verður í fyrramálið. Vafalaust verður nýr þjálfari kynntur til sögunnar og nýir leikmenn en stjórnendur félagsins voru afar óánægðir með að tapa í úrslitum um ungverska meistaratitilinn í vor og að hafa ekki náð inn í undanúrslit Meistaradeildarinnar. M.a. var þjálfarinn David Davis gert að hirða pokann sinn. Hermt er að Momir Ilic taki við þjálfun Veszprém. Ilic var leikmaður Veszprém frá 2013 til 2019 og lék þar áður um árabil undir stjórn Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel.
- Vonir standa til þess að hollenska handknattleiksstjarnan Estavana Polman geti byrjað að leika á ný með Team Esbjerg í upphafi næsta árs eftir að hafa gengist undir aðgerð á hægra hné í fyrradag í Kaupmannahöfn. Polman sleit krossband í hné fyrir 11 mánuðum en fór sennilega of snemma út á völlinn aftur og meiddist á ný í byrjun maí. Þó ekki eins alvarlega og í ágúst byrjun í fyrra.
- Auglýsing -