- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Smits, Sagosen, Bylik, Strand, Pettersson, Færeyingar

Kay Smits og Aron Pálmarsson. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
  • Hollenski handknattleiksmaðurinn Kay Smits skoraði 13 mörk gegn Íslendingum í fyrrakvöld og 11 mörk í leik Hollendinga og Ungverja í fyrstu umferð. Þar með varð hann fjórði handknattleiksmaðurinn sem skorar meira en tug marka í tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumóti. 
  • Tékkinn Michal Tonar sem lék um skeið með HK frá 1991 til 1993 lék þennan leik fyrstur. Tonar skoraði 12 og 13 mörk í tveimur fyrstu leikjum á EM 1994. Sandor Sagosen, Noregi, og Austurríkismaðurinn Nikola Bylik endurtóku leikinn 26 árum síðar, á EM 2020. 
  • Smits er fimmtándi leikmaðurinn sem skora 13 mörk eða meira í leik á EM. Markametið á Norðmaðurinn Kjetil Strand. Hann skoraði 19 mörk gegn íslenska landsliðinu í St Gallen í Sviss 2006. 
  • Smits er samherji Gísla Þorgeirs Kristjánssonar og Ómars Inga Magnússonar, hjá SC Magdeburg. Hann er varamaður fyrir Ómar Inga
  • Sænski landsliðsmaðurinn Daniel Pettersson er kominn í einangrun með covid. Valter Chrintz hefur verið kallaður inn í hópinn í stað Pettersson. 
  • Leikmenn, þjálfarar og starfsmenn íslenska landsliðsins í handknattleik fengu allir neikvæða niðurstöðu í covid skimun í gær. Farið er í PCR próf annan hvern dag. Sjö íslenskir fjölmiðlamenn sem fylgja íslenska landsliðinu eftir hafa einnig verið einstaklega neikvæðir síðustu daga, síðast í gær. Þeir fara í skimun einu sinni á sólarhring. 
  • Færeyska karlalandsliðið vann sér sæti í umspilsleikjum sem fram fara í vor þar sem bitist verður um sæti á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fram fer í janúar á næsta ári í Svíþjóð og Póllandi. Færeyska landsliðið vann Ítalíu og Lettland en tapaði fyrir Lúxemborg í fjögurra liða riðlakeppni sem fram fór í Þórshöfn um helgina. Þetta gerðist þrátt fyrir að efnilegasti handknattleiksmaður Færeyja,  Elias Ellefsen á Skipagøtu, væri ekki með landsliðinu í keppninni.
  • Dregið verður í umspilsleikina fljótlega eftir að Evrópumótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu verður lokið um næstu mánaðarmót.  Færeyska landsliðið verður í neðri styrkleikaflokknum. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -