- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Staðfest með Lauge, þjálfari væntanlegur, 2.500 skimanir, Semper úr leik

Staðfest hefur verið að Daninn Rasmus Lauge er með slitið krossband. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Staðfest hefur verið að danski handknattleiksmaður Rasmus Lauge sleit krossband í viðureign Veszprém og Kiel í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöld. Hann leikur þar af leiðandi ekki handknattleik næstu mánuði. Þetta eru þriðju alvarlegu hnémeiðslin sem Lauge verður fyrir á ferlinum. 
  • Nokkrar vonir standa til þess að Henk Groener geti verið á hliðarlínunni í kvöld þegar þýska landsliðið mætir norska landsliðinu í annarri umferð D-riðils Evrópumóts kvenna í handknattleik. Groener  veiktist af kórónuveirunni um það bil þegar undirbúningur þýska landsliðsins fyrir EM hófst og kom ekkert á æfingar. 
  • Groener varð eftir þegar liðið fór til Danmerkur enda enn greindur jákvæður af veirunni. Undanfarna daga hefur hann mælst neikvæður og er auk þess við hesta heilsu. Þýska landsliðið vann rúmenska landsliðið, 22:19, í fyrstu umferð mótsins á fimmtudaginn. Aðstoðarþjálfari landsliðsins var við stjórnvölin. 
  • Um miðjan dag í gær var búið að gera 2.500 skimanir fyrir kórónuveiru meðal þátttakenda á Evrópumeistaramótinu í handknattleik kvenna í Danmörku. Inni í þessari tölu eru skimanir við landamæri þegar gestaliðin 15 komu til landsins. Af þessum fjölda hafa þrjú sýni reynst jákvæð. Annað frá leikmanni rúmenska landsliðsins og tvö hjá liðsmanni serbneska landsliðsins. Allir eru í einangrun á hóteli fjarri liðsfélögum sínum. Allir sem taka þátt í mótinu fara í skimun á þriggja sólarhringafresti
  • Örvhenta skyttan hjá þýska liðinu Flensburg, Franz Semper, sleit krossband í hné í viðureign Flensburg og Pick Szeged í Meistaradeild Evrópu í handknattleik karla á fimmtudagskvöldið. Atvikið átti sér stað á síðustu mínútu leiksins. Þar með er ljóst að Semper verður ekki í þýska landsliðinu sem tekur þátt í HM í janúar. Þetta er mikið áfall fyrir Flensburg-liðið og vafalaust þurfa forráðamenn félagsins að líta í kringum sig á leikmannamarkaðnum.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -