- Auglýsing -
- Daníel Freyr Andrésson átti sannkallaðan stórleik í marki Guif frá Eskilstuna þegar liðið gerði sér lítið fyrir og vann Malmö, 32:27, í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Leikurinn fór fram í Malmö. Daníel Freyr varði 18 skot, þar af eitt vítakasti. Hlutfallsprósenta hans í vörðum skotum í leiknum var 48,65%. Guif er í níunda sæti deildarinnar með 18 stig eftir 21 leik. Malmö er enn í öðru sæti deildarinnar.
- Danska meistaraliðið Aalborg Håndbold vann Fredericia, 34:29, á heimavelli í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik og treysti þar með stöðu sína í öðru sæti. Aalborg-liðið er stigi á eftir GOG sem er í efsta sæti en hefur leikið tveimur leikjum fleira, alls 20 leiki. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgarliðsins.
- Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í svissneska meistaraliðinu Kadetten Shaffhausen tóku leikmenn RTV Basel í kennslustund í gær á heimavelli. Kadetten vann með 14 marka mun, 38:24, og situr í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig eftir 17 leiki. Kadetten er tveimur stigum á eftir Pfadi Winterhur sem hefur leikið tveimur leikja fleira.
- Hinn íslenskættaði danski handknattleiksmaður, Hans Lindberg, hefur skrifaði undir nýjan samning við Füchse Berlin. Samningurinn gildir fram á mitt næsta ár. Lindberg er 39 ára gamall og hefur leikið með Berlínarliðinu í fimm ár. Hann var í sigurliði Dana á HM fyrir tveimur árum en hlaut ekki náð fyrir augum danska landsliðsþjálfarans fyrir HM í Egyptalandi sem lauk fyrir rúmri viku með sigri danska landsliðsins.
- Auglýsing -