- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Thelma, Grétar, Łomza, Pastor, Navarro, jarðskjálfti

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -
  • Thelma Dögg Einarsdóttir hefur verið lánuð frá Stjörnunni til FH sem leikur í Grill 66-deildinni. Hún lék sinn fyrsta leik með FH í fyrrakvöld gegn ungmennaliði Vals og skoraði fimm mörk í 28:22 sigri FH-liðsins. 
  • Grétar Ari Guðjónsson varði tvö skot á þeim tíma sem hann stóð í marki Sélestat í heimsókn liðsins Créteil í gær í frönsku 1. deildinni í handknattleik. Grétar og félagar töpuðu með þriggja marka mun í miklum markaleik, 40:37. Þetta var níunda tap nýliða Sélestat sem reka lestina í deildinni. 
  • Drykkjarvöruframleiðandinn Łomza hættir samvinnu við pólska meistaraliðið Kielce næsta sumar eftir þriggja ára samstarf. Um er að ræða mikið högg fyrir félagið því Łomza er stór samstarfsaðili sem stendur á bak við um 30% af tekjum félagsins. Í tilkynningu Łomza segir að stríðið í Úkraínu hafi komið verulega niður á rekstri fyrirtækisins sem sé nauðugur sá kostur að skera niður í útgjöldum.  Haukur Þrastarson er samningsbundinn Łomża Industria Kielce fram til ársins 2025. 
  • Spánverjinn Juan Carlos Pastor hættir þjálfun ungversku meistaranna í karlaflokki, Pick Szeged, að loknu yfirstandandi keppnistímabili. Pastor hefur þá verið þjálfari liðsins í áratug með frábærum árangri. 
  • Silvia Navarro markvörður spænska landsliðsins í handknattleik sleit krossband í leik á EM sem stendur nú yfir og leikur þar af leiðandi vart handknattleik næsta árið eða svo. Óvíst er hvaða áhrif þessi alvarlegu meiðsli hafa á ferlinn hjá þessum reynda markverði sem er 43 ára gömul. 
  • Jarðskjálfti upp á 5,7 stig, sem átti upptök sín ekki langt undan ítalska strandbænum Rímini, á miðvikudagsmorgun varð m.a. vart í Ljubljana höfuðborg Slóveníu. Nokkrir leikmenn norska landsliðsins sem þar dvelur í borginni vegna þátttöku á Evrópumótinu vöknuðu rétt fyrir klukkan sjö við skjálftann. Þórir Hergeirsson landsliðsþjálfari segir í samtali við VG að menn hafi fundið fyrir skjálftanum og m.a. hafi glamrað í glösum á herbergjum. Sjálfur segist hann ekki hafa kippt sér upp við skjálftann enda þekki hann til jarðskjálfta eftir að hafa alist upp á Selfossi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -