- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Þorleifur Rafn, nýr samherji Petersen, sektir, mætir seinna

Þorleifur Rafn Aðalsteinsson mætir aftur til leiks í gulu treyjunni í haust. Mynd/Þorgils G. - Fjölnir
- Auglýsing -
  • Þorleifur Rafn Aðalsteinsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Fjölni. Hann verður einn af fjölmörgum uppöldum Fjölnismönnum í liðinu í Grill66-deildinni á næstu leiktíð undir stjórn nýs þjálfara, Sverris Eyjólfssonar. Þorleifur Rafn getur leyst hinar ýmsu stöður, hvort heldur er í hornunum eða fyrir utan, segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild Fjölnis. 

  • Hollenska handknattleikskonan Estavana Polman hefur samið við danska úrvalsdeildarliðið Nykøbing Falster og verður þar með liðsfélagi Annika Friðheim Petersen fyrrverandi markvarðar Hauka. Polman var burðarás hollenska landsliðsins þegar það varð heimsmeistari árið 2019. Eins og ítrekað hefur komið fram á handbolta.is þá kastaðist í kekki milli hennar og stjórnenda Esbjerg á síðasta keppnistímabili sem lauk með brottför Polman frá félaginu í sumar, ári áður en samningur hennar átti að renna út. 
  • Polman sleit krossband fyrir tveimur árum og hefur síðan ekki náð fyrri styrk. Hún kann vel við sig í Danmörku og hafði ekki áhuga á að færa sig um set. Eiginmaður Polman, Rafael van der Vaart, er knattspyrnuþjálfari í Danmörku og líkar lífið vel í landinu eins og frúnni. 
  • Handknattleikssambönd Noregs og Slóvakíu hafa verið sektuð af Handknattleikssambandi Evrópu vegna þess að auglýsingar sáust í keppnishöllum þar sem landslið þeirra léku heimaleiki í vor. Um var að ræða auglýsingar á vegum félagsliða sem eiga heimavöll í keppnishöllunum tveimur. Slíkar auglýsingar eru óheimilar á kappleikjum á vegum EHF. M.a. hefur HSÍ þurft að láta breiða yfir allar auglýsingar á vegum Hauka í keppnishöllinni á Ásvöllum þegar leikið hefur verið þar í undankeppni stórmóta til þess að forðast sektir. 
  • Sekt norska handknattleikssambandsins, sem er 3.000 evrur, er skilorðsbundin til tveggja ára, þ.e. ekki kemur til greiðslu hennar ef sambandinu verður ekki á að brjóta reglurnar um birtingu auglýsinga á þeim tíma. 

  • Danska handknattleiksliðið Aalborg Håndbold hóf æfingar fyrir næsta keppnistímabil á mánudaginn. Stórstjarnan Mikkel Hansen æfði ekki með nýjum samherjum og raunar mætir hann ekki æfingu hjá liðinu fyrr en eftir 22. ágúst. Þá verða liðin rétt tíu ár síðan hann var síðast samningsbundinn dönsku félagsliði. Tíu ára fjarvera frá Danmörku veitir kappanum ríflegan skattaafslátt sem honum veitir hugsanlega ekkert af. 

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -