- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Valgeir, Vængir, þjálfaramál Kórdrengja, Tomori, annir hjá Axel

Valgeir Gunnlaugsson, nýjasta skrautfjöðrin í hatti liðs Vængja Júpiters. Mynd/VJ
- Auglýsing -
  • Valgeir Gunnlaugsson hefur gengið til liðs við Vængi Júpiters í Grill66-deildinni. Valgeir lék á síðasta ári með Kríu. Hann er annar fyrrverandi leikmaður Kríu sem skiptir yfir í raðir Vænganna á skömmum tíma.  Handknattleiksmenn hafa sogast að Vængjum síðustu daga og ljóst virðist að liðið ætlar að gera sig gildandi í Grill66-deildinni á komandi leiktíð. 
  • Kórdrengir eiga í viðræðum við Róbert Sighvatsson, fyrrverandi landsliðs- og atvinnumann í handknattleik um að taka að sér þjálfun liðsins sem tekur þátt í Grill66-deildinni á keppnistímabilinu sem stendur fyrir dyrum. Þetta hefur handbolti.is samkvæmt heimildum. Róbert þjálfaði síðast lið Þróttar áður en meistaraflokkur karla var lagður niður hjá félaginu sumarið 2020. Kórdrengir áttu um skeið í viðræðum við Bjarka Sigurðsson um að hann tæki við þjálfun liðsins en ekkert varð úr að Bjarki semdi við nýliða Grill66-deildarinnar eins og áður hefur komið fram á handbolta.is.
  • Ungverska handknattleikskonan Zsuzsanna Tomori samdi í gær við norsku Evrópumeistarana Vipers Kristiansand í handknattleik kvenna. Tomori hefur verið án samnings frá því í sumar er samningur hennar við Siofok KC í heimalandinu gekk sitt skeið. Tomori, sem á að baki 189 landsleiki fyrir Ungverjaland, hefur áður m.a. leikið með FTC og Györ. Með síðarnefnda liðinu vann hún Meistaradeild Evrópu í þrígang. 
  • Það er í mörg horn að líta hjá Axel Stefánssyni þjálfara norska úrvalsdeildarliðsins Storhamar. Í fyrrkvöld lék lið hans í úrvalsdeild kvenna og í gærkvöld var komið að bikarkeppninni sem er á fyrstu stigum. Storhamar vann þá Elverum á útivelli, 31:24.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -