- Auglýsing -
- Viktor Petersen Norberg skoraði þrjú mörk en Óskar Ólafsson komst ekki á blað þegar lið þeirra, Drammen, vann ØIF Arendal Elite, 33:27, í norsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Leikið var í Sør Amfi, heimavelli Arendal. Drammen er í öðru sæti deildarinnar, sex stigum á eftir Elverum þegar deildarkeppnin er hálfnuð.
- Aidenas Malasinskas hefur framlengt samning sinn við úkraínska meistaraliðið HC Motor Zaporozhye til tveggja ára til viðbótar eða fram á mitt árið 2024. Malasinskas hefur verið hjá Motor í sex ár. Roland Eradze er aðstoðarþjálfari Motor og Savukynas Gintaras er aðalþjálfari. Malasinskas er burðarás landsliðs Litáen sem tekur þátt í Evrópumóti karla í handknattleik í næsta mánuði. Það verður í fyrsta sinn í 24 ár sem Litáen tekur þátt í lokakeppni EM.
- Uwe Gensheimer, fyrirliði Rhein-Neckar Löwen, hefur einnig skrifað undir nýjan samning við sitt félag um að leika með því fram til ársins 2024. Gensheimer hefur leikið með Löwen allan sinn feril að undanskildum árunum 2016 til 2018 þegar hann lék með PSG.
- Auglýsing -