- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Vonsvikinn formaður, ekki með á HM, þjálfari framlengir samning

Per Bertelsen dregur í riðla á HM í Egyptlandi á síðasta hausti. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Per Bertelsen, formaður danska handknattleikssambandsins, sem vann hvað harðast fyrir því að Danir tækju allt Evrópumót kvenna að sér eftir að Norðmenn gengu út skaftinu á elleftu stundu segist vera vonsvikinn yfir að Handknattleikssamband Evrópu tók ekki fastar á broti Ambros Martín, landsliðsþjálfara Rússa.
  • Martín fór út fyrir sitt mengi eða búbblu eftir leik á laugardaginn og tók m.a. í hönd á framkvæmdastjóra rússneska handknattleikssambandsins. Sá er í öðru mengi á mótinu og er stranglega bannað að hitta fólk úr öðru mengi, hvað þá að snertast líkamlega. Öll samskipti milli mengja verða að vera með rafrænum hætti.  Strangt til tekið samkvæmt reglum mótsins hefði Martín átt að vera vísað úr keppni fyrir brot á sóttvarareglum.
  • Patrick Wiencek hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í þýska landsliðið sem tekur þátt í HM í Egyptlandi í janúar. Wiencek, sem er afar sterkur línu,- og varnarmaður og leikur með Kiel, segir fjölskylduástæður liggja að baki ákvörðun sinni.  Hann er annar þekktur leikmaður sem lýsir því yfir á skömmum tíma að hann gefi ekki kost á sér á HM af fjölskylduástæðum. Hinn er Svíinn Lukas Nilsson.
  • Andreas Toudahl þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Kolding, sem Ágúst Elí Björgvinsson markvörður leikur með, hefur framlengt samning sinn til þriggja ára. Toudahl  þykir hafa unnið afar gott starf með liðið við erfiðar aðstæður en félagið sem rekur liðið hefur lengi átt í fjárhagserfiðleikum. Staðan hefur reyndar batnað nokkuð síðustu misseri.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -