- Auglýsing -
- Forráðamenn franska 1. deildarliðsins Nimes hafa blásið til sóknar fyrir komandi tímabil. Svíinn Ljubomir Vranjes var í gær ráðinn þjálfari liðsins til næstu fjögurra ára. Einnig var greint frá samningum við fimm nýja leikmenn, Jesper Konradsson, Boiba Sissko, Hugo Kamtchop, Alexandre Deamille og Joze Baznik. Nimes hafnaði í sjötta sæti í frönsku 1. deildinni en keppni í henni lauk í síðustu viku.
- Anders Eggert, fyrrverandi landsliðsmaður Dana í handknattleik og lengi leikmaður Flensburg í Þýskalandi, verður aðstoðarþjálfari karlaliðs KIF Kolding á næsta keppnistímabili. Ár er liðið síðan Eggert lagði skóna á hilluna eftir langan og gifturíkan feril á handknattleiksvellinum.
- Sænski markvörðurinn Dan Beutler hefur ákveðið að hætta að leika handknattleik. Hann er á 45. aldursári en hefur síðustu árin leikið með HK Malmö í sænsku úrvalsdeildinni. Beutler var árum saman í Þýskalandi með ýmsum félögum. Nú hyggst hann snúa sér að þjálfun ungra markvarða hjá Åhus Handboll auk þess að vera 20 ára landsliðum Svía innan handar við markvarðaþjálfun.
- Nína Rut Magnúsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Fjölni/Fylki. Nína Rut er fjölhæfur leikmaður sem getur jafnt leikið sem skytta og línumaður auk þess að vera öflug í vörninni.
- Auglýsing -