- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffið: Allt frá engum og upp í 1.000 áhorfendur

Arnór Þór Gunnarsson. Mynd/Bergischer HC
- Auglýsing -
  • Bergischer HC, sem Arnór Þór Gunnarsson og Ragnar Jóhannsson leika með, og Wetzlar mætast fyrir luktum dyrum í Solinger Klingenhalle í þýsku 1. deildinni í handknattleik á fimmtudagskvöldið. Þótt dregið hafi úr smitum á svæðinu í kringum Solingen og Wuppertal dugir það ekki til þess að hömlum verði létt svo mikið að leyfilegt verði að opna íþróttahöllina fyrir áhorfendum, eftir því sem fram kemur á vefsíðu handball-world. Arnór Þór sagði í samtali við handbolta.is á sunnudaginn að viðureignir Bergischer og Wetzlar hafi verið skemmtilegar síðustu ár og áhorfendur hafi fengið mikið fyrir evrurnar af þeim sökum. Víst er hinsvegar að áhorfendur verða að fylgjast með leiknum heiman að frá sér að þessu sinni. 
  • Þetta verður þá í annað sinn á innan við viku sem Bergischer leikur fyrir luktum dyrum en engum áhorfendum var hleypti inn í keppnishöll Nordhorn á sunnudaginn þegar Bergischer kom í heimsókn. 
  • Vonir standa hinsvegar til þess að allt að 1.000 áhorfendum verið leyft að mæta í keppnishöllina hjá Göppingen þegar liðið fær Erlangen í heimsókn á sunnudaginn þótt enn séu meðal fjöldi smita þar um slóðir um 35 á hverja 100.000 íbúa síðustu sjö daga.  Alls mættu 673 áhorfendur á fyrsta heimaleik Göppingen en með liðinu leikur landsliðsmaðurinn Janus Daði Smárason. 
  • Stjórnendur Ludwigshafen segjast taka á móti 500 áhorfendum þegar lið þeirra mætir SC Magdeburg með Gísla Þorgeir Kristjánsson og Ómar Inga Magnússon innanborða á fimmtudagskvöldið. Það er sami fjöldi áhorfenda og fékk aðgang að leik Ludwigshafen og Rhein-Neckar Löwen um nýliðna helgi. Athyglisvert er að bera fjöldan saman við Göppingen en smit í kringum Ludwigshafen hafa verið um 20 á hverja 100.000 íbúa undanfarina daga. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -