- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Góðar fréttir af tveimur frábærum markvörðum

Sandra Toft markvörður danska landsliðsins og franska liðsins Brest. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Brúnin léttist á mörgum í kringum danska kvennalandsliðið í gær þegar ljóst varð að markvörðinn sterki, Sandra Toft, getur tekið þátt í fyrsta leiknum á EM gegn Slóvenum í kvöld. Toft meiddist um síðustu helgi sem varð til þess að Jesper Jensen landsliðsþjálfari kallaði inn þriðja markvörðinn í danska hópinn, Rikke Poulsen, markvörð Esbjerg.
  • Toft greindi frá því í gær að hún hafi fengið grænt ljós frá sjúkraþjálfara danska liðsins að henni væri ekkert að vanbúnaði að taka þátt í upphafsleik Dana á mótinu. Toft var þó ekki í 15 manna leikmannahópi sem Jensen tilkynnti til mótstjórnar í gærkvöldi en mögulegt er að henni verði bætt á listann nú í rauða bítið.**
  • Annar markvörður, Silja Solberg, fremsti markvörður í norskum kvennahandbolta, fékk loks í gær neikvæða niðurstöðu við skimun eftir kórónuveiru. Hún greindist með veiruna um miðjan nóvember og gat þar af leiðandi ekki búið sig undir EM með norska landsliðinu eins og vonir stóðu til. 
  • Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs, staðfesti við norska fjölmiðla í gær að Solberg, kæmi til liðs við norska landsliðið í Kolding um komandi helgi eftir að hafa farið í læknisskoðun hjá ungverska félagsliðinu Györ þar sem hún er samningsbundinn. Þórir sagði að það ætti eftir að koma í ljóst hvort og þá hvenær Solberg verður klár í slaginn með liðinu á EM. Eftir að hafa verið fjarri æfingum í rúmar þrjár vikur sé víst að ekki megi fara of geyst í sakirnar.

    **Uppfært – Danska handknattleikssambandið tilkynnti í morgun að Sandra Toft hafi verið skráð inn sem 16. leikmaður landsliðsins fyrir leikinn í kvöld.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -