- Auglýsing -
- Auglýsing -

Monsi úr leik næstu vikur

Úlfar Páll Monsi Þórðarson sem þarna stekkur inn úr vinstra horninu í leik KA og Aftureldingar á dögunum verður frá keppni um skeið. Mynd/Einar Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Viðbúið er að hornamaðurinn eldfljóti, Úlfar Páll Monsi Þórðarson, leiki ekki með Aftureldingu á næstunni. Hann tognaði á vinstri lærvöðva þegar hann hljóp fram í hraðaupphlaup í viðureign Aftureldingar og Hauka í Olísdeildinni að Varmá í fyrrakvöld.


Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, staðfesti við handbolta.is að Monsi hafi tognað og hætt væri við að hann verði ekki með í næstu leikjum Aftureldingar.

Monsi bætist þar með á langan meiðslalista Aftureldingar-liðsins um þessar mundir. Á listanum eru m.a. Bergvin Þór Gíslason, Birkir Benediktsson og Sveinn Andri Sveinsson. Víst er að sá síðarnefndi leikur ekki meira með Aftureldingu á leiktíðinni eftir að hafa farð í aðgerð á hné í desember.

Einar Ingi Hrafnsson, sem fékk högg á andlitið í fyrrgreindum leik eftir viðskipti við Geir Guðmundsson, virðist hafa sloppið betur en áhorfðist í fyrstu þegar grunsemdir voru upp um að Einar Ingi hafi hugsanlega nefbrotnað.

Fyrir utan meiðsli nokkurra leikmanna þá tekur Þrándur Gíslason Roth út leikbann þegar Afturelding fær FH í heimsókn að Varmá á mánudagskvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -