- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mörg ný andlit í landsliðshópi Arnars fyrir undankeppni HM

Talsverðar breytingar hafa átt sér stað á landsliði kvenna í handknattleik. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, hefur valið 19 leikmenn til æfinga hjá A-landsliði kvenna. Hópurinn hittist og æfir á höfuðborgarsvæðinu 17.– 21. febrúar. Næsta verkefni kvennalandsliðsins undankeppni HM sem til stendur að fari fram 19. – 21. mars nk. í Norður-Makedóníu. Liðið verður í riðli með Norður-Makedóníu, Litháen og Grikklandi og fara tvö lið áfram í umspilsleiki um sæti á HM á Spáni í sumarbyrjun.


Vegna Covid-19 heimsfaraldursins er ekki hægt að velja leikmenn sem spila erlendis í landsliðshópinn að þessu sinni.

Athygli vekur að markverðnir þrír hafa aldrei leikið landsleik og einn þeirra leikur með Aftureldingu sem er í Grill 66-deildinni. Þrír leikmenn til viðbótar eiga engan landsleik og tveir liðsmenn eiga einn og tvo landsleiki að baki. Greinilegt er að kynslóðaskipti eru að eiga sér stað hjá kvennalandsliðinu um þessar mundir.

Hópurinn sem Arnar hefur valið er skipaður eftirtöldum leikmönnum:

Eva Dís Sigurðardóttir, markvörður Aftureldingar, er í landsliðshópnum sem valinn var í dag. Mynd/Raggi Óla



Markverðir:
Eva Dís Sigurðardóttir, Aftureldingu (0/0)
Sara Sif Helgadóttir, Fram (0/0)
Saga Sif Gísladóttir, Val (0/0)

Aðrir leikmenn:
Ásdís Guðmundsóttir, KA/Þór (2/0)
Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV (58/118)
Eva Björk Davíðsdóttir, Stjörnunni (36/28)
Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (0/0)
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjörnunni (37/77)
Karen Knútsdóttir, Fram (102/369)
Lovísa Thompson, Val (19/28)
Mariam Eradze, Val (1/0)
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram (26/27)
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (94/191)
Steinunn Björnsdóttir, Fram (35/27)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (56/42)
Thea Imani Sturludóttir, Val (40/54)
Tinna Sól Björgvinsdóttir, HK (0/0)
Unnur Ómarsdóttir, Fram (29/28)
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Val (28/14)

Eftirfarandi leikmenn gáfu ekki kost á sér að þessu sinni:
Katrín Ósk Magnúsdóttir, Fram (2/0)
Sigríður Hauksdóttir, HK (16/34)

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -