- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mótanefnd fór út fyrir verksvið sitt – frestun stenst ekki reglugerð

Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Skyndileg ákvörðun mótanefndar HSÍ í gær um að fresta viðureign Fjölnis og ungmennaliðs Hauka, sem til stóð að færi fram í Grill66-deild karla í handknattleik í Dalhúsum í kvöld, er hörmuð af stjórn handknattleiksdeildar Fjölnis í tilkynningu sem hún sendi frá sér síðdegis.


Mótanefnd mun hafa fallist á frestun leiksins að beiðni Hauka vegna þess að leikur ungmennaliðs og Fjölnis átti að bera upp á sama tíma í kvöld og aðalliðið leikur við Stjörnuna í 4. umferð Olísdeildarinnar í kvöld.


Stjórn handknattleiksdeildar Fjölnis segir ákvörðun mótanefndar ekki halda rökum. Mótanefnd vísi í fordæmi þess að aðallið og ungmennalið sama félags leiki ekki á sama tíma. Fjölnir segir slík rök ekki halda vatni þar sem aðallið og varalið séu aðskilin og leiki heldur ekki í sömu deild. Einnig er það mat handknattleiksdeildar Fjölnis að heimildir mótanefndar til þess að fresta leikjum samkvæmt 13. grein um skipulag og framkvæmd leikja í reglugerði HSÍ nái alls ekki yfir beiðni Hauka í þessu tilfelli.


Í tilkynningu Fjölnis segir ennfremur að gerð hafi verið athugasemd við ákvörðun mótanefndar til stjórnar HSÍ sem komið hafi saman en ekki talið tilefni til að snúa ákvörðun mótanefndar við né að mótanefnd hafi farið út fyrir verksvið sitt. „Þessu erum við ekki sammála,“ segir í tilkynningu handknattleiksdeildar Fjölnis sem birt er á Facebook-síðu hennar og tengjast má hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -