- Auglýsing -
- Auglýsing -

Müller óvænt hættur með austurríska landsliðið

Herbert Müller við hlíðarlínuna í einum leikja austurríska landsliðsins á HM í síðasta mánuði. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Mörgum að óvörum er Herbert Müller hættur þjálfun kvennalandsliðs Austurríkis í handknattleik eftir að hafa verið við stjórnvölin í tvo áratugi. Í tilkynningu frá Handknattleikssambandi Austurríkis kemur fram að samkomulag hafi náðst á milli Müllers og sambandsins um að slíta samstarfinu sem staðið hefur frá maí 2004. Alls eru leikir hans sem landsliðsþjálfara Austurríkis 236.


Müller hefur á undanförnum árum byggt upp austurríska landsliðið eftir nokkurra ára lægð. Það tók þátt í HM 2023 og hafnaði í 19. sæti eftir að hafa misst dampinn í milliriðlakeppninni. Ekki síst sveið tap fyrir Angóla.

Undir stjórn Müllers tryggði Austurríki sér keppnisrétt á HM 2021 í fyrsta sinn í 12 ár. Covid setti stórt strik í reikninginn. Müller veiktist daginn áður en haldið var af stað til Spánar og síðan veiktust leikmenn og starfsfólk einn af öðrum meðan mótið stóð yfir og var vart hægt að öngla saman í lið í síðasta leikinn.

Bræður saman í Thüringer

Samhliða þjálfun austurríska landsliðsins er Müller þjálfari þýska liðsins Thüringer Handball Club í Erfutrt sem er eitt af öflugri liðum landsins. Helfried, bróðir Herberts, er aðstoðarþjálfari hans hjá Thüringer og um skeið störfuðu þeir saman með austurríska landsliðið.

EM í lok ársins

Ekki liggur fyrir hver tekur við þjálfun austurríska kvennalandsliðsins. Austurríki verður einn þriggja gestgjafa EM kvenna í lok þessar árs og m.a. er fyrirhugað að allir leikir mótsins frá og með átta liða úrslitum um fari fram í Wiener Stadthalle Austurríki. Einnig verður leikið í Sviss og Ungverjalandi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -